Andvari - 01.01.1885, Síða 188
182
Um vegagjörð.
æskilegt, að brýrnar sjeu þannig búnar til, að enginn
einstakur limur í þeim sje mjög þungur í flutningi. 0g
þegar um litlar brýr er að ræða, er hægra og haganlegra
að gera slíkt úr járni en trje.
þannig mun bráðum verða að byggja brúna yfir
Lambadalsá við Seyðisfjörð, og þar sem einungis illur
hestvegur liggur að brúarstæðinu, væri æskilegt, að
enginn limur í brúna væri þyngri en svo, að hafa
mætti hann í bagga. Þetta hafði jeg fyrir augum,
þegar jeg bjó ti! nppdrátt þann fyrir brýr, 3—6 faðma
iangar, sem jeg hef sent herra landshöfðingjanum, á-
samt áætlun um kostnað.
í áætlununum um kostnað vegagjörða við Seyðis-
fjörð hef jeg gert ráð fyrir slíkum járnbrúm.
Eins og áætlanirnar bera með sjer, hef jeg eigi
ætlað neitt fyrir að standa fyrir brúarbyggingum eða
vegagjörðum, því þessi gjöld eru mjög undir því kom-
in, hve mikið af störfunum verður tekið fyrir í einu og
hvernig þeim annars verður hagað.
Annars liggur það í augum uppi, að ef menn t. d.
vilja að eins gora eina af smábrúnum í einu, verður
annar kostnaður einnig töluvert hærri, heldur en ef
sami maður tekur að sjer að gera nokkrar eða margar
brýr í einu, og geri jeg því ráð fyrir, að höfð verði
sú aðferðin.
Jeg hef okkert farið út í það, að reikna, hvernig
vegirnir muni borga sig, af því að svo lítt er að reiða
sig á skýrslur þær, sem jeg gat fengið um flutnings-
megnið. í5ó hef jeg, að því er snertir Seyðisfjarðar-
vegina, samið flutningsskrár til þess að skýra flutn-
ingshæfiloik nýs vegar. fegar gert cr t. d. ráð fyrir,
að á degi hverjum fari 20 liestar yfir fjallveginn milli