Andvari - 01.01.1885, Page 190
y.
Nokkur orð
um endurskoðun stjórnarskrárinnar 5, janúar 1874
t
og stjórnarskipunarmál Islands.
Eptir
alþingismann Benedikt Sveinsson.
Jeg vil fyrirfram geta þess, að grein sú, sem lijer fer
á eptir, gat hvorki orðið vísindaleg, strangt tekið, nje
ýtarleg ritgjörð um það efnisríka málefni, sem hjer ræðir
um. Til þess er rúm það, fáein blöð í Andvara, sem
mjer standa til boða, mikils til of lítið. Jeg liefi því
orðið að setja mjer svo þröng takmörk á alla vegu, sem
orðið gat, og miklu meir en efninu hæfði. Jeg hefi
þannig orðið að láta mjer nægja í þetta sinn og á þess-
um stað, að benda lauslega á formhlið og efnishlið lag-
anna 2. jan. 1871 og 5. jan. 1874, sambandið millum
þeirra innbyrðis og við grundvallariög Dana sjálfra, svo
það gæti Ijóst orðið hverjum þeim, sem nákvæmar vill
hugsaum það mál, að stjórnarskipunartilhögun sú á Islands
sjerstaklegu málefnum, sem hin svonefnda stjórnarskrá
5. jan. 1874 ákveður, bæði sje í raun rjettri stjórnar-
fyrirkomulag til bráðabyrgða, og fullnægi hvorki frum-
setningum greindra laga í heild sinni, njo eðlilegum og
sjálfsögðura landsrjettindum Islands. Jcg vil einnig lýsa