Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 194
188
Endurslcoðun stjórnarskrárinnar.
þannig lagað, að alþingi gat ekki að því gengið án veru-
legra breytinga, er 2. og 3. gr. þess skipaði svo fyrir
um æðstu stjórn allra landsmála, að hún skyldi fram-
kvæmd af hlutaðeigandi ráðgjafa í Kaupmannahöfn, er
að sjálfsögðu í reyndinni enga ábyrgð gat haft fyrir al-
þingi, þó svo væri ráðgert á pappírnum í 3. gr. frum-
varpsins, en stjórnin innanlands skyldi aptur á áhyrgð
ráðgjafans fengin í hendur landshöfðingja á íslandi,
sem þannig varð ekki annað eða meira en blátt áfram
embættismaður, og að öðru leyti ábyrgðarlaus gagnvart
þingi og þjóð.
Það þarf ekki útlistunar við, að með þessu fvrir-
komulagi var þannig ómótmælanlega fyrirgirtur mögu-
legleikinn til þess, að íslendingar fengju lögbundna
stjórn eður constitutionel stjórnarskipun í þeim binum
sönnu sjerstaklegu málefnum landsins, sem stöðu-
lögin 2. jan. 1871 fáum mánuðum áður fastákváðu að
vcra skyldu þaðan í frá hinu almonna löggjafarvaldi
ríkisins óviðkomandi, eins og áður er á vikið, og sem
frumvarpið í 1. gr., næstu grein á undan, mogingrein
frumvarpsins, með tilvitnun til stöðulaganna heitir og
heimilar íslandi löggjöf og stjórn útaf fyrir sigá
sama hátt og með sömu orðum, sem grundvallarlög
Dana 5. júní 1849 hjetn og heimiluðu þeim stjórnfrolsi
í þeirra samkynja sjerstaklegu málefnum.
Hvað var að bjóða íslendingum steina í staðinn
fyrir brauð, ef ekki þetta?
Pað var því eigi um skör fram, að alþingi 1871
komst að þeirri niðurstöðu, að gera þær breytingar á
2. og 3. gr. frumvarpsins, sem óumflýjanlegar voru til
þess, að ákvarðanirnar í 1. gr. þess eigi yrðu dauður
og þýð ngarlaus bókstafur, og sýndi þingið fram á, að
þetta mætti verða með tvennu móti, annaðhvort
með því, að skipaður yrði hingað landsstjóri, er liefði
æðstu stjórn landsins á hendi, og fulla lagaábyrgð fyrir
alþingi, og erindsreki eða umboðsmaður í Kaupmanna-