Andvari - 01.01.1885, Side 198
192 Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
landið, en sem það þó, eins og áður er sagt, hafði að
eins farið fram á til vara, til þess að nálgast sem mest
frumvarp stjórnarinnar (alþingistíð. 1873, II. bls. 189).
En alþingi sá sjer jafnframt skylt, knúð af á-
stæðum þeim, som áður er getið, að opna leið til
þess, að stjórnarmál íslands yrði leyst úr þeim aðgerða-
leysisdróma, sem það hafði legið í um fullan fjórðung
aldar, viðreisn og framförum íslands til óbætanlegs
hnekkis. Þingið treysti því öruggt, að sigursæld
sannleikans og hins góða málefnis, og hin framsækjandi
frelsis og þjóðernisstefna tímans, mundi ryðja þcim
endurbótum hráðlega til rúms á stjórnarskipun og
stjórnarfyrirkomulagi íslands, er söguleg og eðlileg
rjettindi lands og þjóðar í sambandi við reynsluna,
þennan gulina hreinsunareld og mælikvarða ailra manu-
logra athafna, sýndi og sannaði, að væri gagnleg og
heillavænleg fyrir þjóðþrif íslendinga og framsókn þeirra
til þjóðlegrar viðreisnar og framfara.
Fiá þessu sjónarmiði verður varauppástunga al-
þingis 1873 skiljanlog* 1 II.. fingið vildi að vísu ekki fyrir
1) Niðurlagsátriði bænarskrár alpingis til lconungs eru í lieild
sinni þannig:
. . . „Samkvæmt öllu því, sem nú var sagt, leyfir þingið
sjer allra þegnsamlegast með samhljóða 25 atkvæðum, að
beiðast þess:
I. Að vðar hátign veiti frumvarpi ]>ví, sem lijer með fylgir,
lagagildi, sem allrafyrst, og ekki seinna en einhvern
tíma á árinu 1874, með 18 samhljóða atkvæðum (Alþing-
istíð. 1873 1. bls. 264 og fylgjandi).
II. Til vara: aö ef yðar hátign eklci þóknast að staðfesta
stjórnarskrá þessa, eins og hún liggur fyrir, að yðar há-
tign þá allramildilegast gefi íslandi að ári komanda
stjórnarskra, er veitir alþingi fullt löggjaýarvald og ýjár-
ýorrœði og að öðru leyti er löguð eptir ofannefndu
frumvarpi, som framast má verða, moð 25 samhljóða
atkvæðum, og leyfir þingið sjer að taka fram sjerstaklcga
þessi atriði: