Andvari - 01.01.1885, Side 205
Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
199
svo lúta þau undir úrslit löggjafarvalds Dana í ríkis-
ráðinu, eða hið almenna löggjafarvald ríkisins. — Af
þessu virðist leiða, að skoða verði alþingi í raun rjettri
í stjórnarlegu tilliti eins og eins konar deild af ríkis-
þingi Dana út á íslandi, en ekki sem sjálfstætt þjóð-
þing, er það hverfur sem sjálfstætt löggefandi þing
um leið og lagafrumvörp þess eru lögð undir atkvæði
hinna dönsku ráðgjafa í hoild sinni.
2. í»ó að hinn svonefndi ráðgjafi íslands sjálfsagt
hafi atkvæðisrjett í ríkisráðinu, þá er hann þó okki
néma einn á móti mörgum, enda er hann og um leið
ráðgjafi Danmcrkur-ríkis og sem slíkur háður sömu
ábyrgð fyrir ríkisþingi Dana og hinir aðrir dönsku
ráðgjafar. Af þessu leiðir, að það er ekki undir ráð-
gjafa íslands komið, hvort lagafrumvörp alþingis ná
staðfestingu konungs, heldur undir íneiri hluta hinna
dönsku ráðgjafa í ríkisráðinu.
3. Með því ráðgjafi íslands þannig verður háður
meiri hluta atkvæða í ríkisráðinu, virðist hann eigi
epfir hlutarins eð!i geta haft í sjálfu sjcr einu sinni
siðferðislega ábyrgð, hvað þá heldur stjórnarlagalega,
af ályktunum þess í löggjafarmálum íslands, og þá
heldur ekki fyrir þeim konungsúrskurðum, hvort sem
þeir ganga í staðfestandi eða synjandi stefnu, sem
byggðir eru á þessum ályktunum. Detta virðist að
eins geta átt sjer stað, of ráðgjafi íslands greiðir
atkvæði með meiri hlutanum, en þetta er, eins og
allir sjá, undir atvikum og hendingu einni komið.
Tökum til dæmis, að frumvarp til laga um fiskiveiðar
hlutafjelaga og einstakra manna í landbolgi við ísland,
sem seinasta alþingi samþykkti, hafi verið eða vorði
lagt fyrir ríkisráðið. Setjum svo, að ráðgjafi íslands
greiði atkvæði fyrir staðfestingu þess, en að meiri liluti
ríkisráðsins sje honum raótfallinn. Getur nú hinn svo-
nefndi ráðgjafi íslands eptir hlutarins eðli borið nokkra
jafnvel siðferðislega ábyrgð af synjaninni á staðfestingu