Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 209
Endursko ðun stj órn arskr árinn ar.
203
þjóðar, nema með annara augum, og sem enn fremur
hefir á hendi ráðgjafastörf annars lands, er í hvívetna
er alls ólíkt íslandi. fetta fyrirkomulag hefir og þann
óeðlilega og skaðlega annmarka, að af því leiðir, að sjer-
hver ráðgjafaskipti í Danmörku, þó af ástæðum og at-
vikum sje, sem eru íslandi alveg óviðkomandi, hljóta
einnig að hafa í för með sjer ráðgjafaskipti fyrir ísland,
sem þannig að öllum líkindum má sjá á bak þeim manni,
sem þó hefir afi aðsjer,—eða að minnsta kosti hefir haft
kost á að afla sjer — nokkurrar þekkingar og reynslu
á íslands málum, og hreppa annan mann alls ókunnug-
an og óreyndan í hans stað. þessar ástæður og því-
líkar hafa að öðru leyti verið svo opt teknar fram á
alþingi, að óþarft er, að fara um þær fleiri orðum.
Að því er loksins dómsvaldið snertir, þá verð-
ur fyrirvari sá, sem áður er frá skýrt og gerður er í 3.
gr. stöðulaganna, um það, að engin breyting verði gerð
á stöðu hæstarjettar, sem æðsta dóms í íslenzkum mál-
um, án þess að hið almenna löggjafarvald ríkisins taki
þátt í því, — hvernig sem að öðru lcyti er á hann lit-
ið, — samt sem áður ekki skilinn öðruvísi en svo, að
þessi breyting sje talin eðlilegog sjálfsögð landsrjettindi
íslands samkvæmt 1. gr. laganna, sem nákvæmar eru
einskorðuð í 3.gr. þeirra með upptalningu hinna sjerstak-
legu málefna þess. fað er nú og mála sannast, að eng-
in landsrjettindi vor ættu að vera oss dýrmætari og
eptirsóknarverðari en þau, að mál vor sjeu dæmd í land-
inu sjálfu. Að sækja dóma til annars lands og annar-
ar þjóðar, sem eigi skilur tungu vora, og engu fremur
er unnt, að hafa nokkra sjálfstæða þekkingu á þeim ó-
teljandi sjerstaklegu atvikum, sem jafnan standa í sam-
bandi við og eru samtvinnuð dómsmálum, að hin endi-
legu og æðstu úrslit þeirra mála, sem taka til allra
mannrjettinda og borgaralegra rjettinda landsmanna, skuli
birt þcim á útlenzkri tungu, sem þeir ekki skilja; það
er að minni hyggju einn hinn hryggilegasti vottur um