Andvari - 01.01.1885, Síða 214
208
Endurskoðunar stjórnskrárínnar.
Vjer hpfum nú og fengið að sjá afdrif frumvarps
til laga um afnám amtmannaembættanna og stofnun
fjórðungsráða, er síðasta alþingi samþykkti, og mundi
svo fara koll af kolli, þó alþing eptir alþing sendi og
saraþykkti slík eður þvílík lagafrumvörp.
Vjer íslendingar þekkjum og sjáum líka ofurvel,
að slíkri fullkominni landsstjórn, löggjafarvaldi og fjár-
forræði, er jeg nú benti á, verða að vera samfara þær
hinar sönnu uppsprettur auðsældar og þjóðlegra vísinda,
sem að vitni veraldarsögunnar og roynslu allra menntaðra
og frjálsra þjóða eru aðalmáttarstólpar alls andlegs
og líkamlegs atgervis og framfara. Vjer vitum, að vjer
getum eigi heitið þjóð rjettu nafni, nema vjer höfum þá
stofnun, er greiði hverjum einum af oss, fleirum í fje-
lögum og þjóðinni í heild sinni lcið til auðsældar og
framfara í öllum greinum atvinnuvega vorra bæði á sjó
og landi, í handiðnum og þá ekki sízt í verzlun iands-
ins, sem nú er ekki á æðra stigi en svo, að yfirborðið
af verzlunarágóðanum rennur út úr landinu í vasa er-
lendra auðmanna, og vjer vitum líka mjög vel, að vjer
erum þess ckki maklegir eða um komnir, að heita sjer-
stök þjóð, með sjerstökum landsrjettindum, löggjafarvaldi
og dómskipun út af fyrir sig, ef vjer greiðutn ekki götu
fyrir æðri þjóðlegri og vísindalegri starfsemi með stofn-
un landskóla á voru eigin landi, eður þess skóla, hverju
nafni sem hann- svo er nefndur, sem samsvarar æðri
vísindastofnunum annara monntaðra þjóða. Vjor vitum
líka, að vjer höfum hæði mátt og megin til hvoru-
tveggja, nóg fje í landssjóði til að stofna lítinn banka,
er undir góðri og tryggjandi stjórn bætti úr poninga-
eklunni í landinu, sem hamiar öllum dugnaði og gagn-
logum fyrirtækjum, og þá eigi síður til þess, að koma
á stofn landskóla, sem bætti úr liinum andlegu þörfum
þjóðarinnar, sem engu síður eru brýnar og augljósar, ef
rjett er á litið. f>á cr og íslendingum alls eigi varnað
þess, að sjá og viðurkenna, að landið heíir í sjer fólgnar