Andvari - 01.01.1885, Side 215
Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
209
miklar og margvíslegar auðsuppsprettur, og þá mun
heldur enginn neita því, að liinir dýrmætustu fjársjóðir
hinna fornu þjóðvísinda á norðurlöndum eru einmitt
þeirra eign, og að endurblómgvun þeirra í nýjum vís-
indalegum jarðvegi því á hvergi betur heima en á ís-
landi.
En hvað tjáir allt þetta, úr því vjer ekki fáum slík-
um málum framgengt hjá stjórninni í Kaupmannahöfn?
Um bankann má að vísu kalla þetta ofhermt, og eigi
annað en spádóm, því lagafrumvarp um hann heíir enn
ekki verið samþykkt á alþingi. En reynslan mun að
minni hyggju bráðum skera úr því, hvort þessi spádóm-
ur ekki rætist, og að ótal ljón verði á veginum fyrir
stofnun lians í augum stjórnarinnar. Um landsskóla-
málið (-*= lagaskólamálið, sbr. stjórn.tíð. 1884 B, bls.
51—52) á þetta aptur því betur við. Jeg þekki ekkert
það íslands mál, er beri jafnaugljósan og órækan vott
um það, eins og þotta, að hin brýnustu áhugamál og
nauðsynjamál hinnar íslenzku þjóðar hafi ekki náð fram
að ganga hjá stjórninni í Danmörku, þó þau hafi verið
ítrekuð æ ofan í æ svo tugum ára befir skipt af full-
trúaþingi íslendinga, og skyldu menn sízt ætla, að þetta
hefði komið fram við menntamál, sem snertiv þekkingu
og fróðleik í landsins eigin lögum ogrjetti, sem erjafn-
ómissandi þeim, sem eiga að stjórna eptir lögunum, eð-
ur embættismönnum landsins, æðri sem lægri, og fyrir
hina, sem eiga að hlýða þeim, eins og líka vísindaleg
þekking á hinum gildandi lögum og rjettarvenjum, og
rjettarsögunni þá eigi síður, er hin eina rjetta og sanna
undirstaða og skilyrði fyiir eðlilegri og heillavænlegri
lagasetningu. fað virðist því vera ómaksins vert, að
verja fáeinum línum til þess, að gera mönnum hægra
fyrir, að kynna sjer á stuttum tíma harmaferil þessa svo
mikils umvarðandi máls.
Pegar á hinu fyrsta ráðgefandi alþingi (1845) kom fram
uppástunga til þingsins um það, frá 24 íslenzkum kandí-
Andvari. XL 14