Andvari - 01.01.1885, Page 225
Kyæði.
319
»Áslákur á Torgum til þín sendir,
Tjáir, Haraldur sje kominn þangað;
Hvers kyns afarkostum kóngur hótar,
Komirðu’ ekki á fund hans þeim mun skjótar«.
Til Hemings hverfur þá enn hári raumur: —
“Hvergi kvíddu því sem ber til handa!
Mjer þótt vitrað hafi margur draumur,
Muni’ af Haraldi sízt lán þjer standa,
Treysti’ eg því, að grimmd hans muni minna
Mega’enn gipta þín og frænda þinna».—
m.
Á Torgum.
Fagurt veður er og föl á jörðu,
Farnir eru konungsmenn til leika,
Aðrir optir skipi Ásláks störðu,
Aðrir hjer og þar um völlinn reika,
Haraldur og Halldór sonur Snorra
Horfa’ á Böðvars leik og Eysteins Orra.
Ei þeir hugðu þá að beinin báðir
Bera mundu Noregs fjarri ströndum;
Leikinn sækja þeir til sigurs bráðir,
Senda knött og grípa fimum höndum;
Knatthöggin á stundum sárt þó svíði,
Svíða mun þó stríðar Orra-hríðin.
Pá sjer Oddur Ófeigsson úr hlíðum
Ofan bruna mann, sem knöttur volti,
Mikinn vexti, skrautbúinn á skíðum,
1 skikkju’ af safala og sverð við belti;
Fyr en nokkurn varir nemur hann staðar,
Noregs hæversklega kveður jaðar.
Bóndi komumanni fyrstur fagnar,
—Fögnuðurinn er þó blandinn trega—