Andvari - 01.01.1885, Page 226
220
Kvæði.
Leikur hættir, lýður allur þagnar,
Lízt á Heming íiestum mannvænlega,
»Húðina vildi’eg sjá», kvað Halldór fyrstur,
»Sem hemingurinn þessi af er ristur».
Varpar Haraldur til Áslóks orði:
»Alið hefirðu son þinn upp í leyni,
fað er dauðasök og manns næst morði,
Má þó vera um hríð eg líf þjer treini;
Efnið finnast kann í kónga’ og jarla
Hjá kotungunum sumum upp til fjalla.
“Oflátungurinn og afarmennið
Eitt mjer virðist þessi rennir skíða,
Gullhlað bóndasonur ber um ennið,
Beltið örvar silfri reyrðar prýða;
Reyna má, hvort silfri búnar betur
Bíta örvarnar á skógar hnctur».—
Allir svo til skógar skatnar ganga,—
Skotin spjóta íljúga snart og örva,
Hæfa mjóstu kvisti, minnstu anga,
Marki fjarri sumra skeytin hörfa;
Hemings öðrum lengra ör þótt fari,
Er hann hverjum manni harðskcytari.
Haralds síga tekur síð’ri brúnin,
Segir hann: »Annan munum skotleik hefja;
Fram skal Ásláks leiða yngri húninn,
Og um höfuð dúki löngum vefja,
Haldið svo í báða yztu enda,
Að ekki megi sveinninn höfði venda».
Er nú lögð á höfuð Hemings bróður
Hnot, og inönnum boðið til að skjóta;
Engum þykir þessi leikur góður,
Þegja menn og sköpt af örvum brjóta;