Andvari - 01.01.1885, Page 227
Kvæði.
221
Þrífur konungur þá bogann byrstur:
»Bezt er að eg royni skotið fyrstur».
Brá við Hemingur, og svo hann segir:
»Síðar mun ei vænna iáni’ að treysta».
Stillir bogann, signir hann og sveigir,
Syngur strengur, flýgur*örin geysla,
Hnot af hvirfli sveins með hvini nemur,
Hvergi þó við saklaust liöfuð kemur.
Allir fagna þessu frægðarskoti. —
Farið er til strandar sund að keppa;
Ýmsir sýna frækleik sinn á floti,
Færa’ í kaf og sjálfir dýfur hreppa.
»í>úskalt,Halldór!», býður stillir, »stundir
Stytta Hemingnum á þrautarsundi».
»Með hundum konungs þeim sem harðast bíta»
Halldór svarar, »var eg aldrei fundinn».
Undanfærslu Halldórs aðrir hlíta,
—Enginn þykist níðings hlýðni bundinn—
Og við Homing kljást á köldutn sæivi
Kalla þeir sje við fárra manna hæfi.
Haraldur í bræði kastar klæðum,
Kníf og belti sjer um miðju spennir,
Og að Hemingi, líkt skafli, skæðum
Skipaspilli, öndverður hann rennir;
Hverfa bóðir' undir borði sjáar,
Byrgja kalda leikinn öldur gráar.
Hafs á botni flest er firðum hulið,
Fáar berast mönnum þaðan sögur,
Illt og gott er þar 1 djúpi dulið,
Dul er heima fyrir Rán og þögul;—
Báðir koma upp ofansjóar aptur,
Af þeim dreginn er hinn mcsti kraptur.