Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 11
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI
OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN MENNTA-
STOFNANA
Hér er greint frá pví hvernig orðræður um árangursstjórnun og kyngervi birtast í frásögti-
um stjórnenda í íslenska menntakerfinu. Byggt er á eigindlegri rannsókn sem gerð var vor-
ið 2000 meðal kvenstjórnenda aföllum skólastigum. Niðurstöður benda til að orðræðan um
árangur og skilvirkni sé áberandi á öllum skólastigum. Hún er að ýmsu leyti andstæð orð-
ræðunni um kyngervi og væntingum til kvenstjórnenda, með tilheyrandi árekstrum sem eru
breytilegir eftir skólastigum og einstaklingum. Orðræðan um kyngervi hefur ólík birtingar-
form á mismunandi skólastigum, sem tengja má stofnanamenningu. Viðbrögð kvenstjórn-
enda við orðræðum um árangur/skilvirkni og kyngervi mótast pví bæði af aðstæðum, skóla-
stigi og eigin lífssýn. Það er niðurstaða höfundar að mikilvægt sé að nýta margbreytilega
reynslu og styrkleika kvenna sem stjórnenda eftakast á að samhæfa orðræðuna um árangur
og skilvirkni áherslum á jafnrétti, umhyggju og margbreytileika. Að sjálfsögðu geta karl-
stjórnendur gert pað sama pó að menningarbundnar hugmyndir, hefðin, sagan ogfordómar
spyrði sumar áherslur við konur og aðrar við karla. Hugmyndir eðlishyggju um kyngervi
parf að afbyggja svo og karllægar skilgreiningar á leiðtogum og stjórnendum. Vinna parf
markvisst gegnpví andstreymi sem konur í leiðtoga- og stjórnunarstörfum eiga við að etja,
ekki síst með fræðslu til kennara og stjórnenda. Afleiðingar ráðandi orðræðu nýfrjálshyggj-
unnar um stjórnun skóla sem first ogfremst snýst um árangur og skilvirkni eru enn óljós-
ar. Varað er við pvíað menningarlega viðurkennd gildi eins og jafnrétti og umhyggja verði
undir í markaðsáherslum menntakerfisins. Ein leið til varnar er að tengja pessi gildi betur
viðmiðum um árangur. Nýfrjálshyggjan er pólitísk stefna en ekki náttúrulögmál og beiting
hennar verður að samræmast peim gildum og lögum á sviði mennta- og jafnréttismála sem
eru lýðræðislega viðurkennd. Hvatt er til rannsókna á próuninni og opinnar umræðu á milli
peirra sem málið varðar, bæði efasemdarmanna og peirra sem ráða faglega og pólitískt.
Við aldahvörf er það mat margra að með markaðsáherslum í stjómmálum samhliða
alþjóðlegu bakslagi í jafnréttisbaráttu kynjanna (Faludi, 1992) hafi áherslan á jafnrétti til
náms færst út á jaðarinn í skólakerfinu og vikið fyrir áherslum á árangur og skilvirkni
(Blackmore, 1995,1999). I ljósi þess, hins svokallaða póstmódemíska menningarástands
og sívaxandi áherslu á samhengið á milli þekkingar og valds (Foucault, 1980) þótti á-
hugavert að athuga hvernig kvenstjórnendur í íslenska menntakerfinu greina ráðandi
orðræðu um stjórnun, einkum áherslurnar á árangur og skilvirkni, og hvemig sjónarmið
jafnréttis og mannræktar svo og kynferði stjórnenda kemur inn í þá mynd.
Stjórnun skóla eða menntastofnana er ákjósanlegt svið fyrir rannsókn sem þessa. I
fyrsta lagi vegna þess að sviðið þykir karllægt og hefur mótast af körlum (Strachan, 1999,
Blackmore, 1993,1999, Whitehead, 1998). Einnig vegna þess að ýmsar rannsóknir benda
9