Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 110
NÁMSÁRANGUR FRAMHALDSSKÓLANEMA í ENSKU
aftur á móti athugun á því hvernig bakgrunnur nemenda hefur áhrif á námsárang-
ur þeirra í ensku.
Skilningur á þeim þáttum sem hafa áhrif á námsárangur nemenda í ensku er
mikilvægur fyrir skipulag enskukennslu, áherslur í aðalnámskrá og samningu
námsefnis í ensku. Engin þekking úr innlendum rannsóknum er til um hvaða þætt-
ir hafa áhrif á námsárangur nemenda í ensku í íslenskum framhaldsskólum.
I rannsókninni er enskukunnátta nemenda borin saman eftir framhaldsskólum
og námsbrautum. Einnig er sjónum beint að mikilvægi ýmissa þátta fyrir námsár-
angur nemenda í ensku í framhaldsskóla. Þessir þættir eru meðal annars: Kynferði,
aldur, notkun á ensku utan skóla (lestur, ritun og tal), hve mikið var horft á enskt
kvikmyndaefni utan skóla, dvöl erlendis, formlegt enskunám í skólum, enskunám-
skeið utan skóla, færni í móðurmáli, og viðhorf nemenda til þess hvað hafi áhrif á
enskukunnáttu þeirra.
Gera má ráð fyrir því að formlegt nám í skólum sé áhrifarík leið til að kenna er-
lent tungumál eins og ensku. Þetta á ekki hvað síst við hér á landi þegar tekið er mið
af því að enskukennsla í íslenskum grunn- og framhaldsskólum miðast ekki ein-
göngu við þjálfun í ensku tali heldur einnig lestri og ritun. Aftur á móti getur heild-
arafrakstur enskunáms í framhaldsskólum verið mismunandi. Eðlilegt er að leita
svars við þeirri spurningu, út frá raunvísum gögnum, hvort máli skipti í hvaða fram-
haldsskóla nemendur stunda nám fyrir námsárangur þeirra í ensku. Til að slíkur
samanburður sé réttmætur þarf að taka tillit til þeirrar enskukunnáttu sem nemend-
ur búa yfir áður en þeir hefja nám í framhaldsskóla. Við upphaf framhaldsskólanáms
hafa flestir nemendur stundað nám í ensku í nokkur ár í grunnskóla. Afrakstur
námsins þar og áhrif annarra þátta á enskukunnáttu þeirra endurspeglast í sam-
ræmdri einkunn í ensku í 10. bekk. Þessa einkunn er því hægt að nota til að stilla af
skekkju sem annars kæmi fram í samanburði milli framhaldsskóla. Það er gert í
þessari rannsókn og aðhvarfsgreining notuð í því skyni.
Almennt á við að nemendur á málabrautum framhaldsskólanna læra meira í
ensku en nemendur á öðrum námsbrautum. Gera má ráð fyrir að nemendur mála-
brauta hafi meiri áhuga á tungumálanámi en aðrir nemendur og hugsanlega meiri
námshæfni á því sviði. Þess vegna er eðlilegt að gera ráð fyrir því að nemendur á
málabrautum framhaldsskólanna nái betri árangri í ensku en nemendur á öðrum
námsbrautum.
Kynjamunur á námsárangri er vel þekktur í innlendum og erlendum rannsókn-
um. Hérlendis er til dæmis vel þekkt að stúlkur standa sig betur í flestum samræmd-
um námsgreinum í 4., 7. og 10. bekk (Amalía Björnsdóttir, Ragnar R Ólafsson og
Finnbogi Gunnarsson 1998, Einar Guðmundsson o.fl. 1996a, Einar Guðmundsson
o.fl. 1996b). I fjölþjóðlegum rannsóknum kemur einnig fram betri frammistaða
stúlkna en drengja í lestri á miðstigi grunnskóla og á unglingastigi (Elley 1992, Sig-
ríður Valgeirsdóttir 1993). Það er því áhugavert að skoða hvort kynjamunur í ensku
helst óbreyttur í framhaldsskóla.
Því hefur verið haldið fram að börn læri erlend tungumál hraðar og betur en
fullorðnir (Lenneberg 1967, Penfield og Roberts 1959). Á síðari árum hafa þó ýmsir
dregið þetta í efa (Genesee 1981, Harley 1989, Newport 1990, Swain og Lapkin 1989).
108