Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 217

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 217
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON Hann á svo auðvelt með að láta það hverfa á bak við eigin óróleika, efa og vanga- veltur. Að ekki sé nú minnst á snobbið! Það er eins og maðurinn verði ætíð að taka hið hreina náðarorð og skreyta það eigin hugsunum og óljósum vangaveltum með þeim afleiðingum að hann hættir að hlusta. Orðið er annaðhvort of einfalt eða Guð svo nálægur að maðurinn leitar annað. í allri þessari viðleitni gerir maðurinn ætíð hið sama: Hann skiptir út fagnaðarerindi fyrir lögmál! Náð fyrir kröfu! Hann fórnar gleðinni og leiknum í orði Guðs fyrir áhyggjur og leiðindi lögmálsins. Því segir Lúth- er á einum stað við dóttur sína sem talaði af vissu og sannfæringu um Krist, Guðs góðu engla og eilífa gleði á himnum: Ó, elsku barn, hver getur trúað svona staðfastlega? Þá spurði dóttirin föður sinn hvort hann tryði þessu ekki líka. Börnin, þessar elskur, lifa í sakleysi og vita ekkert um synd, eru án öfundar, reiði, eigingirni, vantrúar o.s.frv. Þess vegna eru þau glöð og hafa góða samvisku, óttast ekkert þó stríð, pest eða dauði liggi við dyrnar. [...] Og það sem þau heyra um Krist og komandi líf trúa þau án alls efa og tala glöð um það. Er að undra að Kristur taki dæmi af þeim þegar hann áminnir okkur: „Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma" (Mk 10.15). Þetta segir hann vegna þess að trú barna er rétt og Kristur elskar þau vegna einlægninnar. Og þess vegna er honum illa við uppskrúfaðar hugsanir þegar hjálpræðið er annars vegar.28 Lúther lofar barnatrúna. Hún er Guðs gjöf og verk heilags anda í manninum. Fyrstu orð trúarjátningarinnar, „ég trúi", vitna um það því þau rúma hjálpræðið allt.29 í trúnni og skírninni er maðurinn gerður að erfingja fyrirheita Guðs. Alveg eins og sonur furstans sem erfir ríki föður síns fyrir það eitt að vera til, öðlast maðurinn ríki Guðs. Hann glatar því ekki frekar en sonur furstans jafnvel þótt hann sé smá- barn og geri í buxurnar í fangi móður sinnar eða útati föður sinn. 1 breyskleika okk- ar mannanna erum við börn Guðs™ umvafin kærleika hans og Guð vekur í okkur breyskum mönnum trúna. Lúther gerir sér að sjálfsögðu ljóst að börnin sem hann ræðir um eru venjuleg börn, full af lífi og leik og kunna lítt fyrir sér í mannlegum samskiptum. Þegar þau eru saman deila þau og sum börn eru skilin út undan o.s.frv. Börnin eru engu að síð- ur fullorðnum fyrirmynd því þau geta unnið úr sínurn málum eins og það er stund- um orðað. Eitt sinn þegar Lúther heyrði börn sín takast á og deila en sættast skömmu síðar og fyrirgefa hvert öðru sagði hann: „Elskulegur Drottinn Guð hefur mikla á- nægju af börnum og leik þeirra. Já, hjá þeim eru allar syndir ekkert annað en fyrir- gefning."31 5. Trú og verk Það kemur ekki á óvart að Lúther grípur til líkinga af börnum þegar hann lýsir sam- bandi trúar og verka, einu erfiðasta máli sem mannsandinn glímir við. í lokin er við hæfi að vitna í eina af lengri borðræðum Lúthers þar sem hann tekur þetta málefni fyrir. Við urðum ekki börn Guðs fyrir góðverk, ekki heldur erfingjar himnaríkis, réttlát, heilög og kristin. En þar sem við erum sköpuð og fædd sem börn 28 WA TR 1, nr. 660, 311-312, sbr. nr. 2507, 497-498. Sjá einnig nr. 4365, 262 og nr. 4367, 263. 29 WA TR 4, nr. 4334, 230. 30 WA TR 2, nr. 1712,190-191. 31 WA TR 4, nr. 3964, 38. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.