Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 24
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
Ég held að heimurinn yrði betri efvið (konur) tækjum við ... en við þyrftum að
læra eitthvað frá þeim (körlunum) líka. Margt myndi breytast til batnaðar við að
meta báðar þessar víddir, til dæmis svona mannræktarhugsun ... að rækta nemend-
ur sem manneskjur, ekki bara sem fagfólk eða kunnáttufólk um einhver fög, heldur
rækta hinn siðferðilega þátt og sem sagt leggja rækt við manneskjuna.
Þó að Hanna staðsetji sig ekki beint gegn orðræðunni um skilvirkni vill hún að-
laga áherslurnar þannig að orðræðan samrýmist hennar sýn á hlutverk skólans.
A háskólastiginu eru markaðsáherslur áberandi. Þar hafa nokkrir „einkaskólar"
verið settir á laggirnar með skírskotun í aukna samkeppni á því skólastigi. Ásakan-
ir um að almenningsskólar séu fjársveltir eru þegar orðnar háværar. Lára og Jóna eru
báðar háttsettir stjórnendur á háskólastigi. Þær fagna þessum breytingum enda báð-
ar ráðnar til að vinna við þessar nýju aðstæður. Fyrst Lára:
Ég held það sé tvennt nýtt að gerast, sem ég finn fyrir, bæði á sjálfri mér og með því
að líta í kringum mig. Það er annars vegar þessi aukna samkeppni... milli háskóla
hér og erlendis. Menn eru orðnir miklu meira meðvitaðir um mikilvægi þess að veita
nemendum góða þjónustu, góða kennslu og sinna rannsóknum sínum af alúð, en
varðandi það síðastnefnda skipta kjarasamningarnir einnig miklu . . . Hins vegar
eru það þjónustusamningarnir við ríkið sem hafa breytt . . . (háskólastofnuninni)
mikið . . . áður komu peningarnir með kennurunum en nú með nemendunum, nú
er orðið meira virði en áður að fá nemendur, halda íþá og koma þeim áfram.
Þarna er komið beint inn á beintengingu á milli fjármagns til háskóla og árang-
urs í formi þreyttra eininga. Jóna er sömuleiðis ánægð með stefnuna þó að viss sökn-
uður eftir gildum mannræktar komi einnig í ljós:
Það eru miklar breytingar ístarfinu hjá mér... þetta er týpískt frumkvöðlastarf. Nú
þarfað breyta öllu stjórnskipulagi... breyta tækniumhverfinu ... það er alltafeitt-
hvað nýtt... ég trúi þvíað hagkerfi framtíðarinnar verði þekkingarhagkerfið . . . ég
held að hægt sé að búa til mikla framleiðni mcð vel menntuðu fólki... Þeir sem ráða
hér, ég á við æðstu stjórnendur ... eru mjög hlynntir þvíað sjá árangur ... Við þurf-
um örugglega oft að hlaupa miklu hraðar en þægilegt er ... og hraðinn veldur því
að það er erfitt að koma á þessu jafnvægi sem maður er alltafað leita að. Af því að
maður vill þessi gömlu gildi.../«, þetta er mikil vinna, en ég er samt að reyna að
breyta til og vinna ekki ofmikið.
Eins og fram hefur komið birtast áherslur á árangur og skilvirkni í orðræðunni
um menntastjórnun á öllum skólastigum. Þessar áherslur mæta mismikilli ánægju
og andstöðu, sem að nokkru ræðst af skólastigi eins og rætt verður nánar í kaflanum
um samantekt og umræðu. Óánægjan virðist minnst á háskólastigi en mest á grunn-
skólastigi.
En hvernig upplifa kvenstjórnendur kyngervi sitt og væntingar því tengdar í
starfi sínu við þessar aðstæður?
22