Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 188

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 188
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA ævi allt fram að síðasta endurmati sem á sér stað þegar dauðinn nálgast. Að mati Rizzuto er slíkt endurmat nauðsynlegt einstaklingnum.19 Stiggreining trúarþroskans Svisslendingurinn Jean Piaget er vel þekktur úr sögu þroskasálfræðinnar og kenn- ingar hans um formgerðir vitsmunalífsins höfðu veruleg áhrif á sínum tíma. Þótt hann hafi ekki stundað rannsóknir á trúarhugsun eða trúarhugmyndum barna hafði hann töluverð áhrif á slíkar rannsóknir vegna þess að kenningar hans stuðluðu að því að ýmsir tóku sér fyrir hendur að rannsaka trúarlega hugsun með svipuðum hætti og hann hafði gert varðandi vitsmunaþroskann. Einnig höfðu rannsóknir og kenningar Lawrens Kohlbergs um siðgæðisþroskann sín áhrif. Með elstu dæmum um rannsóknir á þroskaferli trúarlegrar hugsunar má nefna rannsóknir R. M. Loomba og Ernest Harms frá fimmta áratug 20. aldar. Þær eru þó fyrst og fremst áhugaverðar af sögulegum ástæðum þar sem þær eru meðal fyrstu tilrauna til að lýsa stigbundinni þróun trúarlegrar hugsunar barna og unglinga. At- hyglisvert er þó að báðir tala þeir um þrjú meginstig í þessu sambandi.20 Þekktustu og áhrifamestu dæmin um rannsóknir á þroskaferli trúarlegrar hugs- unar eru annars vegar rannsóknir Bretans Ronalds Goldmans frá fyrri hluta sjöunda áratugs 20. aldar og hins vegar Bandaríkjamannsins James Fowlers sem laann vann að á áttunda áratug aldarinnar. Goldman taldi að trúarleg hugsun væri ekki frábrugðin annarri hugsun að gerð. Það sem skilur á milli er að trúarleg hugsun beinist að trú og hinu guðdómlega, þ.e. hún beinist að eðli Guðs, sambandi hans við menn í sögunni og í nútímanum og sjálfsopinberun hans í Ritningunni og Jesú Kristi.21 Þess vegna taldi hann að unnt væri að rannsaka trúarlega hugsun sem mannlegt fyrirbæri. Að mati Goldmans fel- ur trúarlegt uppeldi og kennsla meðal annars í sér miðlun trúarlegra sanninda á vits- munalegan hátt. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir þroskaferli trúar- legrar hugsunar hjá börnum og unglingum til að árangur kennslunnar verði betri. Áhugi Goldmans beindist því meðal annars að því að finna út hvort þroskaferill trú- arlegrar hugsunar félli að stiggreiningu Piagets og túlkar hann niðurstöður sínar al- farið út frá forsendum hans. Rannsókn Goldmans náði til 200 skólabarna á aldrinum 6-16 ára og var skipt- ingin þannig að 20 voru úr hverjum árgangi, 10 af hvoru kyni. Goldman notaði aðferð Piagets við rannsóknina, þ.e. byggði á samtölum við börnin, en jafnframt notaði hann myndir og endursagðar biblíusögur. I stuttu máli sagt komst Gold- man að þeirri niðurstöðu að þróun trúarlegrar hugsunar greindist í hliðstæð stig og Piaget hafði komist að varðandi vitsmunaþroskann. Hann talar um þrjú skeið í þessu sambandi, þ.e. forskeið trúarlegrar hugsunar (5 til 7-8 ára), skeið hlut- bundinnar trúarlegrar hugsunar (7-8 til 13-14 ára) og skeið óhlutbundinnar trú- arlegrar hugsunar (13-14 til 17 ára eða eldri). Þróunin í trúarlegri hugsun er frá hinu sjálflæga og hlutbundna til þess að geta sett sig í spor annarra og hugsað ó- hlutbundið. Þetta setur mark sitt á guðsmynd barnanna. Á yngsta stiginu er hún sjálflæg og dregur dám af foreldraímyndinni. Guð veit allt og getur allt. Á mið- stiginu einkennist guðsmyndin af hinni hlutbundnu hugsun þannig að hún er 186 19 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 197-200. 20 Sjá Loomba, R.M. 1942. og Harms, E. 1944. 21 Goldman, R. 1964, bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.