Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 188
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
ævi allt fram að síðasta endurmati sem á sér stað þegar dauðinn nálgast. Að mati
Rizzuto er slíkt endurmat nauðsynlegt einstaklingnum.19
Stiggreining trúarþroskans
Svisslendingurinn Jean Piaget er vel þekktur úr sögu þroskasálfræðinnar og kenn-
ingar hans um formgerðir vitsmunalífsins höfðu veruleg áhrif á sínum tíma. Þótt
hann hafi ekki stundað rannsóknir á trúarhugsun eða trúarhugmyndum barna hafði
hann töluverð áhrif á slíkar rannsóknir vegna þess að kenningar hans stuðluðu að
því að ýmsir tóku sér fyrir hendur að rannsaka trúarlega hugsun með svipuðum
hætti og hann hafði gert varðandi vitsmunaþroskann. Einnig höfðu rannsóknir og
kenningar Lawrens Kohlbergs um siðgæðisþroskann sín áhrif.
Með elstu dæmum um rannsóknir á þroskaferli trúarlegrar hugsunar má nefna
rannsóknir R. M. Loomba og Ernest Harms frá fimmta áratug 20. aldar. Þær eru þó
fyrst og fremst áhugaverðar af sögulegum ástæðum þar sem þær eru meðal fyrstu
tilrauna til að lýsa stigbundinni þróun trúarlegrar hugsunar barna og unglinga. At-
hyglisvert er þó að báðir tala þeir um þrjú meginstig í þessu sambandi.20
Þekktustu og áhrifamestu dæmin um rannsóknir á þroskaferli trúarlegrar hugs-
unar eru annars vegar rannsóknir Bretans Ronalds Goldmans frá fyrri hluta sjöunda
áratugs 20. aldar og hins vegar Bandaríkjamannsins James Fowlers sem laann vann
að á áttunda áratug aldarinnar.
Goldman taldi að trúarleg hugsun væri ekki frábrugðin annarri hugsun að gerð.
Það sem skilur á milli er að trúarleg hugsun beinist að trú og hinu guðdómlega, þ.e.
hún beinist að eðli Guðs, sambandi hans við menn í sögunni og í nútímanum og
sjálfsopinberun hans í Ritningunni og Jesú Kristi.21 Þess vegna taldi hann að unnt
væri að rannsaka trúarlega hugsun sem mannlegt fyrirbæri. Að mati Goldmans fel-
ur trúarlegt uppeldi og kennsla meðal annars í sér miðlun trúarlegra sanninda á vits-
munalegan hátt. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir þroskaferli trúar-
legrar hugsunar hjá börnum og unglingum til að árangur kennslunnar verði betri.
Áhugi Goldmans beindist því meðal annars að því að finna út hvort þroskaferill trú-
arlegrar hugsunar félli að stiggreiningu Piagets og túlkar hann niðurstöður sínar al-
farið út frá forsendum hans.
Rannsókn Goldmans náði til 200 skólabarna á aldrinum 6-16 ára og var skipt-
ingin þannig að 20 voru úr hverjum árgangi, 10 af hvoru kyni. Goldman notaði
aðferð Piagets við rannsóknina, þ.e. byggði á samtölum við börnin, en jafnframt
notaði hann myndir og endursagðar biblíusögur. I stuttu máli sagt komst Gold-
man að þeirri niðurstöðu að þróun trúarlegrar hugsunar greindist í hliðstæð stig
og Piaget hafði komist að varðandi vitsmunaþroskann. Hann talar um þrjú skeið
í þessu sambandi, þ.e. forskeið trúarlegrar hugsunar (5 til 7-8 ára), skeið hlut-
bundinnar trúarlegrar hugsunar (7-8 til 13-14 ára) og skeið óhlutbundinnar trú-
arlegrar hugsunar (13-14 til 17 ára eða eldri). Þróunin í trúarlegri hugsun er frá
hinu sjálflæga og hlutbundna til þess að geta sett sig í spor annarra og hugsað ó-
hlutbundið. Þetta setur mark sitt á guðsmynd barnanna. Á yngsta stiginu er hún
sjálflæg og dregur dám af foreldraímyndinni. Guð veit allt og getur allt. Á mið-
stiginu einkennist guðsmyndin af hinni hlutbundnu hugsun þannig að hún er
186
19 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 197-200.
20 Sjá Loomba, R.M. 1942. og Harms, E. 1944.
21 Goldman, R. 1964, bls. 4.