Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 31
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR
Ég hugsa nð pað væri auðvddara að komast inn í skólastjórahópinn efég væri karl. Ég
finn pað alveg, ég er ekki ein af peim ... karlarnir eru miklu duglegri að setja hlutina
ífallegar umbúðir, að tala sig í kring um hlutina, sem peir jafnvel pykjast bara vera að
gera, á meðan konur eru oft að gera merkilega hluti án pess að tala um pá... pess vegna
held ég að pær taki gagnrýni miklu meira nærri sér, afpví pær eru miklu óduglegri að
' hæla sjálfum sér ... peir gera alltaf minna úr sínum mistökum .. . Ég held að konum
finnist mjög eðlilegt að hafa kvenskólastjóra . . . en mér finnst áberandi hvað karlamir
reyna að koma sér meira í mjúkinn en konumar, koma inn með kaffibollann og spjalla.
Þeir vilja vel, oft eru peir á móti pví að ákveðin efni séu rædd á fundum. „Þetta enda-
lausa samráð er óparfi, pað parfengan tveggja tíma fund, pú getur bara sagt pað eða til-
kynnt." Knrlar vilja meiri tilskipanir og taka peim. Það er aftur á móti erfitt á kvenna-
vinnustað. Konur vilja samráð, vilja meira viðra sínar skoðanir á fundum ... en ungu
konumar gefa sér ekki tíma til að setjast hér inn og spjalla ... bara ef pær hafa tiltekið
erindi og vilja fá upplýsingar eða ráðgjöf. Nei, pær tnyndu ekki koma og spyrja hvern-
ig mér líði. En peir gera pað frekar.
Eftirfarandi skýring bendir til þess að orðræðan um kynferði eigi þátt í andstöðu
kennara við aukna vinnu og þá væntanlega aukna skilvirkni og árangur:
Hugsunarhátturinn er voða ríkur hérna að pað sé mikilvægt að konurnar séu ekki í mik-
illi vinnu, fjölskyldunnar vegna ... Það er mí pað sem veldur pvíað pað er svo ógurlega
erfitt að breyta pessum kjarasamningi kennara, pað er svo mikil andstaða við pað.
Fríða virðist næm á það hvernig kynferði hennar og samstarfsmanna hennar hefur
áhrif á samskiptin. Konur virðast sáttari við stjómunaraðferðir hennar og að hafa kven-
skólastjóra en karlkennarar. Karlamir virða vald skólastjómandans, en reyna að breyta
stjórnunarstíl Fríðu með „föðurlegum" ráðleggingum. Hér sést hvemig karlkennaram-
ir reyna að móta stjórnunarstíl Fríðu skólastjóra með andstöðu gegn ráðandi orðræðu
innan skólans. Mismunandi væntingar kven- og karlundirmanna skapa spennu, svo og
það að leggja áherslu á skilvirkni og árangur á vinnustað með stofnanamenningu gmnn-
skólans. Fríða reynir að samhæfa þessar orðræður en hefur ekki enn fundið jafnvægi.
Edda, sem einnig er skólastjóri, lýsir vel álaginu í grunnskólanum og skilningi á
mikilvægi tilfinninga við slíkar aðstæður. Breyttar stjórnunaráherslur, breytt þjóðfélag
og andstaða kennara við miklar breytingar hafa áhrif á fagmennskuna og einkalífið. Hún
áttar sig á margbreytilegum hagsmunum og valdatengslum, en staðsetur sig stöðugt
sem stjórnanda. Hún hefur áhyggjur af því að stjórnendur kulni eða „brenni út" vegna
álags, en það sjónarmið mætir litlum skilningi meðal skólastjóra almennt:
Viðfáum að mörgu leyti strekktari einstaklinga inn ... faglega starfið hefur tekið mikl-
um framförum s.l. fimm ár ... ég vona að skólaárið eigi eftir að lengjast... bömin eru
orðin afgangsstærð ípjóðfélaginu ... Ég ber ábyrgð á kennslu ogfaglegu starfi héma .
.. ég verð að hlusta á svo marga, á foreldra, á nemendur, á kennara og starfsmenn alla
og yfirboðara mína og verð sem faglegur leiðtogi að vita hvert ég vil fara með hópinn ..
. Ég reyni að taka vel á málum pegar einhver flækja er ígangi og moka alveg til botns .
29