Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 184
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
hliða þessu talar Freud um hina félags- eða menningarlegu mynd af Guði sem teng-
ist þegar fram líða stundir hinni persónulegu. Þannig byggir einstaklingurinn smám
saman upp mynd sína af Guði. En það er ætíð hin persónulega ímynd sem ræður
mestu að mati Freuds og hún byggir á reynslu barnsins af föður sínum. Guðsmynd-
in tekur loks fram myndinni af föðurnum bæði hvað varðar mátt, kærleika og náð
og verður eins konar upphafin föðurímynd.2 3
Eins og við mátti búast ollu kenningar Freuds miklu uppnámi og þær mættu
gagnrýni og andstöðu margra guðfræðinga og sálfræðinga.’ Það leið líka drjúgur
tími þar til trúarlífssálfræðingar tóku kenningar hans upp til nánari útfærslu en það
gerði Erik H. Erikson í lok 6. áratugs 20. aldar.
Erikson stundaði þó ekki frekar en Freud kerfisbundnar rannsóknir á mótun
guðsmyndarinnar en setti hugmyndir sínar fram í tengslum við kenningar um þró-
un sjálfsins.4 Hann taldi að fyrsta reynsla einstaklingsins af kærleika, trausti, um-
hyggju og vernd myndaði grunninn að síðari guðsmynd. Þar skiptir fyrsta tilfinn-
ingareynsla barnsins af samskiptum við foreldra, bæði föður og móður, miklu máli
því hún er rótin að getu einstaklingsins til að treysta öðrum (sbr. kenningu hans um
grundvallartraustið - „basic trust") og mynda kærleiksríkt samband við annan ein-
stakling.5 6 Slíkt samband getur verið við foreldra, ástvin eða Guð. Erikson taldi
þannig að bæði reynslan af móður og föður hefði áhrif á guðsmyndina. Móðurí-
myndin skiptir verulegu máli vegna hins nána sambands móður og barns fyrstu árin
en föðurímyndin er að hans mati einnig mikilvæg vegna þess hlutverks sem faðir-
inn gegnir í lífi barnsins á árunum fram að skólagöngu. Erikson bendir á í þessu
sambandi að tengsl barns við föður eru annars konar en tengslin við móðurina. í því
sambandi talar hann um hið trausta og nána tilfinningasamband barns og móður í
bernsku og kallar reynslu barnsins af því nána sambandi „hina heilögu návist".'1 Það
tengist svo trúarlegri reynslu á fullorðinsárum af ósýnilegri návist Guðs. Erikson
nefnir einnig innbyrðis samband barns og móður augliti til auglitis sem hjálpar barn-
inu að greina sig frá móðurinni. Hann telur fólk leitast við að upplifa reynsluna af
því að vera augliti til auglitis í helgisiðum trúarbragðanna.7 Loks talar hann um
reynslu barnsins af því að vera yfirgefið af móður sinni og því að þekkja hana aftur.
Aðskilnaðurinn skapar þá tilfinningu að móðirin sé fjarlæg og það leiðir til kreppu
og skilur eftir sig þrá eftir örygginu í faðmi móðurinnar. Lausn kreppunnar felst í því
að barnið sér móðurina á ný augliti til auglitis. Það uppgötvar aðgreiningu sína frá
móðurinni um leið og það öðlast vissu um návist hennar og umhyggju.8
Hlutverki föðurins lýsir Erikson aftur á móti þannig að hann er hinn sterki og
samband hans við barnið er ekki eins sjálfgefið og samband móðurinnar. Kærleikur
föðurins til barnsins er því að hans áliti annars konar en móðurinnar. Faðirinn hefur
2 Sjá nánar Freud, S.1938 (1913), bls. 914-930 og 1961(1927), bls. 180-206.
3 Yfirlit yfir gagnrýni á kenningar Freuds er t.d. að finna hjá Geels, A. & Wikström, O.
1993, bls. 105-107 og hjá Rizzuto, A-M. 1979, bls. 26-29. Freud hefur m.a. verið gagnrýnd-
ur fyrir að draga of víðtækar ályktanir af viðtölum við sjúklinga sína auk þess sem bent
hefur verið á að hans eigin reynsla í bernsku og lífsviðhorf hans sem fulltíða manns hafi
litað kenningar hans. Eftir stendur þó að hann beindi athygli manna að áhrifamætti for-
eldra (föður) við mótun guösmyndarinnar.
4 Þekktar eru þó greiningar hans á persónuleika Marteins Lúthers og Mahatma Gandhis,
sjá Erikson, E.H. 1958 og Eriksson, E.H. 1969.
5 Erikson, E.H. 1958, bls. 113-114 og 1959, bls. 57-67.
6 Erikson, E.H. 1958, bls. 114-115, sbr. Geels, A. & Wikström, 0.1993, bls. 107-109.
7 Erikson, E.H. 1958, bls. 111.
8 Erikson, E.H. 1958, bis. 248-249.