Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 83
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
LIFSLEIKNII SKOLUM:
Saga, forsendur, flokkun, vörn
Lífsleikni er ný nrímsgrein í íslenskum skólum. Undirstaða hennar er rækt við persónulega
mannkosti og alhliða proska einstaklingsins. Lýsingar rí lífsleikni úr íslensku námskrrínum
minna rí markmið „character education" sem mjög hefur verið ísviðsljósi vestrænnar skóla-
mrílaumræðu síðastliðinn ríratug. í pessari ritgerð er veitt sýn yfir hina alpjóðlegu umræðu-
hefð um lífsleikni sem mannrækt: sögu hennar og forsendur og ekki síst skiptinguna t „beina-
bera" („non-expansive") og „holdtekna" („expansive") lífsleikni. Samkvæmt beinaberu lífs-
leikninni, sem varin er fyrir ýmiss konar gagnrýni í stðari hluta ritgerðarinnar, eru til
sammannleg siðfcrðileg grunngildi og ríhersla er lögð rí inntak peirra fremur en miðlunar-
form (aðferð) í kennslu. Þótt íslenska kennslugreinin sverji sig meir í ætt bcinaberrar lífs-
leikni gera lög og nrímskrrír vtða rríðfyrir holdteknari gildum, lýðræðisleguttt og trúarlegum,
sem getur skapað vissa togstreitu í skólastarfi.
I. LÍFSLEIKNI Á ÍSLANDI
I aðalnámskrám sem menntamálaráðuneytið gaf út fyrir leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla árið 1999 var farið á stúfana með nýja námsgrein eða námssvið sem
kallast lífsleikni. I öllum námskránum er tekið fram að lífsleiknin eigi að efla „alhliða
þroska" nemandans til þess að hann verði heilsteyptari einstaklingur og „geti betur
tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs" (Menntamálaráðuneytið 1999e:16;
1999c:7; 1999d:6). Þegar þessari sameiginlegu uppistöðu sleppir skiptir hins vegar
nokkuð leiðum með markmiðum og námslýsingum eftir skólastigum. Þótt Aðal-
nrímskrrí frattthaldsskóla bendi á að uppistaðan þýði að nemandinn læri almennt að
rækta „andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk" (1999d:6) þá er út-
færsla áfangalýsinga í lífsleikni - sem skylduáfanga í brautarkjarna allra námsbrauta
framhaldsskólans - mun jarðbundnari en þessi háleitu markmið gætu gefið til
kynna. Mest áhersla virðist lögð á færni í tjáningu, félagsstörfum og aðferðum við
öflun þekkingar, auk umhverfisvitundar og skipulagningar á eigin tíma í starfi og
tómstundum (1999d:14-20). Margt af því sem þarna ber á górna gæti auðveldlega
rúmast innan annarra námsgreina sem þekktar eru ýmist af framhaldsskóla- eða há-
skólastigi, svo sem tjáningar, aðferðafræði („vinnulags") eða umhverfisfræði. Meðal
annars af þessum sökurn mun ég fremur beina sjónurn að lægri skólastigunum
tveimur þar sem uppistaðan endurspeglast skýrar í námsmarkmiðum.
I grunnskólanum skal kennd að lágmarki ein stund í lífsleikni frá 4. bekk og til
loka en í 1. til 3. bekk á lífsleiknin að einkenna nám barnanna í heild þó að hún fái
ekki sértíma í viðmiðunarstundaskrá (Menntamálaráðuneytið 1999c:5). í markmiðs-
lýsingum einstakra bekkja koma fram ýmis afmörkuð hagnýt viðfangsefni, svipað
og í framhaldsskólanámskránni, svo sem umferðarreglur, umhverfismennt, heimil-
81