Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 136
HÁSKÓLAMENNTUN OG BÚSETA
um slíkum tilvikum er um skammtímaaðgerðir að ræða (Cohen 1997).
Þekkingarsókn er nýtt rannsóknarsvið og enn sem komið er hafa fáar kenning-
ar verið mótaðar á því sviði þrátt fyrir að nokkrar rannsóknir hafi verið framkvæmd-
ar. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á háskólum í norðurhéruðum Kanada,
Finnlands, Skotlands og íslands hafa leitt í ljós að áhrif háskóla- og rannsóknarstofn-
ana eru mjög víðtæk og mikilvæg fyrir efnahags- og menningarlíf viðkomandi
svæða (Nord og Weller 1997:1-20, Nord 1998:1-23, Weller 1998:8-24, Riepula 1998:1-
17, Ingi Rúnar Eðvarðsson og Þorsteinn Gunnarsson 2000:76-87). Fyrst ber að nefna
að háskólastofnanir hafa tilhneigingu til að bæta þekkingarstöðu viðkomandi svæða
með aukinni sókn í háskólanám, rannsóknum um viðkomandi svæði og með því að
skapa mannauð.
* Sókn ungs fólks í háskólanám eykst. Hlutfall þeirra sem stunda háskóla-
nám eykst þrátt fyrir að það sé enn Iægra en í helstu þéttbýliskjörnum
viðkomandi þjóðar. Þannig segir Geoffrey R. Weller (1998:14) eftirfarandi
um háskóla í Norður-Kanada: „Þrátt fyrir að erfitt sé að henda reiður á
nákvæmum tölfræðigögnum, þá hafa nýir háskólar á norðlægum slóð-
um náð góðum árangri við að auka aðgengi [fólks] að háskólanámi inn-
an viðkomandi svæða... Augljósasta dæmið er hið nýjasta, nefnilega
UNBC [University of British Colombia] sem fyrst eftir stofnun dró helm-
ing nemenda sinna utan norðursvæða Kanada en tókst innan tveggja ára
að tvöfalda þátttöku Norðlendinga úr mjög lágri tölu (8%) í umdæmis-
meðaltal (16%)."
* Háskólar auka mannauð nálægra svæða með menntun og þjálfun fólks.
Þannig má t.d. nefna að þegar Háskólinn í Oulu í Norður-Finnlandi var
stofnaður árið 1958 var að meðaltali einn læknir á hverja 1.450 íbúa í
Finnlandi en hlutfallið var einn læknir á hverja 3.000-4.000 íbúa í Norð-
ur-Finnlandi. Árið 1995 hafði þetta hlutfall fallið niður í 324 íbúa á hvern
Iækni í landinu í heild, í Oulu-héraði var hlutfallið 310 og í Lapplandi 520
á hvern lækni (Riepula 1998:9). Mannauður hefur einnig aukist í Norður-
Svíþjóð með stofnun Háskólans í Umeá á fyrri hluta sjöunda áratugarins.
Af þeim nemendum sem luku námi við skólann á árunum 1989-1993
bjuggu um 70% í fjórum norðlægustu lénum Svíþjóðar. Einu og hálfu ári
eftir útskrift bjuggu 27 af hundraði í sveitarfélaginu Umeá og aðrir
dreifðust um landið, þar af um 10% til stórborganna þriggja - Stokk-
hólms, Gautaborgar og Malmö (Holm og Wiberg 1995:7).
* Erlend þekking á greiðari leið inn á viðkomandi svæði með ráðstefnum,
nemendaskiptum o.fl.
* Svæði í grennd við norðlæga háskóla verða viðfangsefni í rannsóknum
og úttektum, greinar birtast um þau í alþjóðlegum tímaritum og eftir
þeim er tekið.
Önnur áhrif háskóla á umhverfi sitt birtist í rannsóknar- og þróunarstarfi sem
sprettur iðulega í tengslum við háskólastarf. Rannsóknarstofnanir veita síðan fyrir-
134