Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 213
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓIFSSON
Að fæða barn er erfiðust allrar vinnu. Hún er líka hættuleg og gengur nærri
konunni; barnið fer í gegnum fæðingarveginn sem verður að gliðna í sund-
ur með valdi, því annars kæmist vart epli þar í gegn. Fæðingin er stórkost-
legt og óskiljanlegt undraverk Guðs."
Nú á tímum eigum við ef til vill erfitt með að skilja hve hættuleg fæðing gat ver-
ið í þá daga og hversu undarlegar aðstæður gátu skapast vegna ýmissa venja, siða
og ekki síst „hjátrúar" sem ósjaldan tengdist skírninni. Þær voru ófáar fyrirspurnirn-
ar sem bárust Lúther um hvernig framkvæma ætti skírn þegar fæðing gengi illa, ef
nýfæddu barni væri vart hugað líf og eins ef móðir og barn voru bæði í lífshættu.
Þegar þessar fyrirspurnir eru lesnar virka þær oft sorglega framandi. Hafa ber í huga
að hér er fremur um undantekningar að ræða en þó er rétt að geta þeirra. Þannig er
t.d. á einum stað spurt: „Á að skíra barn ef einungis fótur eða hönd er sjáanleg?"
Lúther hafnar öllu slíkum vangaveltum og leggur áherslu á að barn sé skírt hafi það
litið dagsins ljós, en andvana börn ber að vefja bænarörmum og fela þau Guði.
Það ber að falla á kné og biðja Drottin Guð um að barnið öðlist fulla hlut-
deild í sigri þjáningar og dauða sonarins. Þau geta verið þess fullviss að
hann muni í sinni guðlegu náð og miskunn vita hvað gera ber. Þegar við af-
hendum Guði barnið á þennan hátt og leggjum það í hendur Krists getum
við verið viss um, þegar slík bæn er flutt í trausti og trú, að barnið er hjá
Guði og að hann gerir það sem við biðjum hann um. Hann hlustar á slíkar
bænir enda hefur hann sagt: „Látið börnin koma til mín, því að þeirra er
himnaríki." Við eigum að treysta því að barnið sé hjá honum þó það hafi
ekki hlotið skírn.12
Greinilegt er af þessum orðum að Lúther slær á allar útskúfunarkenningar um
að börn sem ekki hafa verið skírð fyrir andlát séu ekki hjá Guði. I sömu borðræðu er
fjallað ítarlega um skírn ungbarna og leggur Lúther þar ríka áherslu á að lífi barns
og móður sé ekki stefnt í voða vegna skírnar í kirkju. Ef hætta er fyrir hendi á að
skíra barnið heima og ef um neyðarskírn er að ræða getur móðirin framkvæmt hana
sjálf eða nærstaddar konur. Að þessar vangaveltur skyldu vera nauðsynlegar segir
mikið um tíðarandann á síðmiðöldum og þá sýn á veröldina sem siðbótin hafnar.
Augljóst er af ofangreindu að það var náð og mikil blessun ef móðir og barn
lifðu fæðingu af og héldu heilsu. Orð Lúthers í bréfi sem hann skrifaði vini sínum í
tilefni af fæðingu sonar þeirra hjóna eru því vel skiljanleg. Hann hættir í miðju bréfi
með orðunum: „Þegar ég skrifa þessa stafi kallar Kata, sem er máttfarin, á mig."’3
3.3 Foreldrar og uppeldi barna
Börnin eru samkvæmt Lúther af sama meiði og bandið sem bindur hjón saman. „í
hjónabandinu er þráin eftir að sofa saman fljótlega komin í réttan farveg. [...] En
börnin eru ástkær pantur hjónabandsins, þau móta og viðhalda bandi ástarinnar.
Börnin eru sem ullin á kindinni."14
Foreldraástin er líka sterk og virðist fólk eiga auðveldara með að tjá hana því
yngri sem börnin eru. „Ást og áhyggja foreldra gagnvart börnum sínum er
11 WA TR 2, nr. 2564, 526.
12 WA TR 6, nr. 6758,167, sbr. nr. 6763, 172.
13 D. Martin Luthers Werke. Briefwechsel, Hermann Böhlaus Nachfolger, Weimar 1930-
1948, Bd. 4,87 (nr.1017. frá 8.6.1925). frá 8.6.1526) WA br. 7, 363 nn (nr.2295 frá 8.2 1536)
sbr. WATR6, Nr. 6762,170-172
14 WA TR 3, nr. 3456, 321.
211