Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 141
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
Tafla 4 sýnir að þeim einstaklingum fjölgar nokkuð sem flytjast til höfuðborgarsvæð-
isins eftir háskólanám, fjölgunin nemur 14,5 prósentustigum. A sama hátt fækkar
þeim sem búa á landsbyggðinni um 10,3 prósentustig og nokkru minni fækkunar
gætir hjá þeim sem bjuggu fyrir háskólanám á Akureyri (3,5 prósentustig). Hér geta
margar skýringar legið að baki, en líklegt er að staðsetning háskóla eigi stóran hlut
að máli. Þess er einnig að geta að staða Akureyrar er styrkari í þessu tilliti en lands-
byggðarinnar í heild. Þrátt fyrir það hverfa margir Akureyringar suður til háskóla-
náms og starfa. Það skýrist af takmörkuðu námsframboði við HA, meiri atvinnu-
framboði á höfuðborgarsvæðinu og af því að margt ungt fólk hefur ævintýraþrá og
vill komast að heiman.
Tafla 3. Búsetu svarenda haustið 2000 skipt eftir menntun og háskólum
Höfuðborg Akureyri Landsbyggð Samtals
Hjúkrunarfræði HÍ 173 (80,5%) 7 (3,3%) 35 (16,3%) 215 (100%)
Hjúkrunarfræði HA 27 (26,2%) 46 (44,6%) 30 (29,1%) 103 (100%)
Viðskiptafræði HÍ 203 (87,5%) 10 (4,3%) 19 (8,2%) 232 (100%)
Rekstrarfræði HA 29 (25,2%) 59 (51,3%) 27 (23,2%) 115 (100%)
Af þeim gögnum sem hér hafa verið kynnt má ráða að búseta hefur áhrif á val á
háskóla og enn fremur að háskólamenntun hefur mikil áhrif á búsetuval háskóla-
fólks að námi loknu. Þar ræðir um staðaráhrif þannig að verulegar líkur eru á því að
fólk sem lokið hefur námi við HI búi á höfuðborgarsvæðinu að námi loknu og ein-
staklingar sem útskrifast hafa frá HA starfi á Akureyri eða landsbyggðinni.
Tafla 4. Búseta svarenda ári áður en háskólanám hófst og haustið 2000
Búseta ári fyrir háskólanám Búseta árið 2000 (eftir háskólanám)
Höfuðborgarsvæði 346 (51,1%) 444 (65,6%)
Akureyri 149 (22,0%) 125 (18,5%)
Landsbyggðin 166 (24,5%) 96 (14,2%)
Svara ekki 16 (2,4%) 12 (1,7%)
AUs 677 (100%) 677 (100%)
VAL Á STARFI OG BÚSETU AÐ NÁMI LOKNU
Einn mikilvægur þáttur spurningalistakönnunarinnar var að kanna hvað réði vali
viðmælenda á starfi og búsetu að námi loknu. Hér ræðir um mjög flókin viðfangsefni
og því var brugðið á það ráð að láta svarendur gefa mörgum svarmöguleikum ein-
kunn eftir mikilvægi frá 0-4. Einnig voru svarendur beðnir að forgangsraða þáttum í
hverri spurningu fyrir sig, þannig að einn þáttur skipaði 1. sæti, annar 2. sæti og þriðji
þáttur 3. sæti. Við greiningu gagna kom í ljós að mjög rnikil samsvörun var á milli
mikilvægi einstakra þátta og niðurstöðu forgangsröðunar. Því verður látið nægja hér
að geta um niðurstöðu forgangsröðunar svarenda við tveimur spurningum.
139