Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 97
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
nokkru sinni haldið því fram að hægt sé að beita dygðunum íhugunarlaust, eins og
maður sé annars hugar að spæna í sig skafís. Allt frá dögum Aristótelesar hefur ver-
ið lögð áhersla á þroska hagnýtrar skynsemi (phronesis) sem meðal annars láti okkur
í té hæfileikann til yfirvegunar (sem yfirdygð eða tæki hinna dygðanna) um það
hvort dygð eigi við eða ekki við tilteknar kringumstæður og meira að segja - sem Sig-
riður Þorgeirsdóttir óttast mjög að gleymist (1999:85-86) - hvers vegna dygðin sé
dygð. d2) Það er að vísu satt að dygðakenningar skilgreina athöfn eða tilfinningu
sem siðferðilega rétta ef hún er framkölluð af dygð, en til að komast hjá vítahring er
dygð ekki einfaldlega skilgreind sem persónueinkenni er leiði til réttrar athafnar eða
tilfinningar heldur sem persónueinkenni er stuðli aðfarsæld í hinum gríska skilningi
sem áður hefur verið kynntur. d3) Ef til vill er það rétt að á dygðafræðum samtím-
ans hríni sú mótbára að þau geri ekki upp á milli einstakra dygða við árekstur; ég
hef sjálfur haldið slíku fram (Kristján Kristjánsson 2000c). En beinabera lífsleiknin er
alls ekki upp á þau fræði komin. Hún getur til að mynda tekið sér snið eftir eldri
dygðakenningum, svo sem klassískri nytjastefnu Mills eða siðfræði Aristótelesar,
sem gefa miklu nákvæmari fyrirmæli um hvað gera beri á ögurstundum. Hjá
Aristótelesi er þannig aldrei gefið í skyn að allar siðferðisdygðir séu jafngildar og ó-
sammælanlegar; þvert á móti eru þær taldar æðstar sem gagnast mest öðru fólki, til
að mynda réttlæti og hugrekki (Kristján Kristjánsson 2000c).
Andmæli 2: Beinabera lífsleiknin er „hættulega ólýðræðisleg" og „óvitræn"
(Nash 1997:10). Hún leggur „tiltölulega litla áherslu á skynsemisþroska og gagnrýn-
ið sjálfstæði nemenda" (McLaughlin og Halstead 1999:144) enda er hún „lífsgilda-
stefna", sem einbeitir sér að því að „kenna börnum ákveðin lífsgildi", ekki „sjálfræð-
isstefna" sem miðar að því að efla „siðferðilegt næmi" þeirra, „sjálfstæði" og „sið-
gæðisvitund" (Sigríður Þorgeirsdóttir 1999:75). Með því að reyna að temja börnin
eins og dýr, í stað þess að glæða samræðuhæfni þeirra, skapar beinabera lifsleiknin
óvitlundaða, ógagnrýna einstaklinga sem fordómar og hlutdrægni eiga greiða leið
að.
Svör við 2: Ferns konar viðbrögð blasa við: a) Ekki má, fyrir hið fyrsta, gleyma
því að sögulega séð kom beinabera lífsleiknin fram sem mótefni gegn formhyggj-
unni er óð uppi á blómaskeiði gildagreiningar og þroskakenninga Kohlbergs. Gangi
sumir beinaberu lífsleiknisinnarnir full-langt í hina áttina, eins og segja mætti um W.
Bennett og Kilpatrick þegar sá gállinn er á þeim, var slíkt ef til vill nauðsynlegt til að
skapa jafnvægi í umræðunni. h) Meiru varðar þó, líkt og Nash kannast við (1997:40),
að Aristóteles, sem lætur okkur í té sterkustu og þekktustu rökin fyrir gildi siðferði-
legrar „tamningar" á unga aldri, yrði seint talinn hreinræktaður „lífsgildasinni". Á
sama tíma og börnin hljóta þjálfun í að hugsa og breyta siðferðilega á, samkvæmt
Aristótelesi, að hjálpa þeim að þroska eigin dómgreind: „opna augu nemendanna,
svo að þau geti sjeð sjálf", svo að enn sé vitnað í gömlu greinina úr Mentamálum (För-
ster 1924:36). Ef allt fer að óskum skiptir tamningin minna og minna máli þegar líð-
ur á unglingsárin og við verðum fær um að meta og endurmeta gildi þeirra boða
sem við vorum áður mötuð á með morgunlýsinu.
c) Fráleitt er að allir talsmenn beinaberrar lífsleikni vanmeti siðferðilega rök-
hugsun og samræðulist. Lickona gyllir til að mynda „siðferðilega íhugun" í kafla
95