Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 97
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON nokkru sinni haldið því fram að hægt sé að beita dygðunum íhugunarlaust, eins og maður sé annars hugar að spæna í sig skafís. Allt frá dögum Aristótelesar hefur ver- ið lögð áhersla á þroska hagnýtrar skynsemi (phronesis) sem meðal annars láti okkur í té hæfileikann til yfirvegunar (sem yfirdygð eða tæki hinna dygðanna) um það hvort dygð eigi við eða ekki við tilteknar kringumstæður og meira að segja - sem Sig- riður Þorgeirsdóttir óttast mjög að gleymist (1999:85-86) - hvers vegna dygðin sé dygð. d2) Það er að vísu satt að dygðakenningar skilgreina athöfn eða tilfinningu sem siðferðilega rétta ef hún er framkölluð af dygð, en til að komast hjá vítahring er dygð ekki einfaldlega skilgreind sem persónueinkenni er leiði til réttrar athafnar eða tilfinningar heldur sem persónueinkenni er stuðli aðfarsæld í hinum gríska skilningi sem áður hefur verið kynntur. d3) Ef til vill er það rétt að á dygðafræðum samtím- ans hríni sú mótbára að þau geri ekki upp á milli einstakra dygða við árekstur; ég hef sjálfur haldið slíku fram (Kristján Kristjánsson 2000c). En beinabera lífsleiknin er alls ekki upp á þau fræði komin. Hún getur til að mynda tekið sér snið eftir eldri dygðakenningum, svo sem klassískri nytjastefnu Mills eða siðfræði Aristótelesar, sem gefa miklu nákvæmari fyrirmæli um hvað gera beri á ögurstundum. Hjá Aristótelesi er þannig aldrei gefið í skyn að allar siðferðisdygðir séu jafngildar og ó- sammælanlegar; þvert á móti eru þær taldar æðstar sem gagnast mest öðru fólki, til að mynda réttlæti og hugrekki (Kristján Kristjánsson 2000c). Andmæli 2: Beinabera lífsleiknin er „hættulega ólýðræðisleg" og „óvitræn" (Nash 1997:10). Hún leggur „tiltölulega litla áherslu á skynsemisþroska og gagnrýn- ið sjálfstæði nemenda" (McLaughlin og Halstead 1999:144) enda er hún „lífsgilda- stefna", sem einbeitir sér að því að „kenna börnum ákveðin lífsgildi", ekki „sjálfræð- isstefna" sem miðar að því að efla „siðferðilegt næmi" þeirra, „sjálfstæði" og „sið- gæðisvitund" (Sigríður Þorgeirsdóttir 1999:75). Með því að reyna að temja börnin eins og dýr, í stað þess að glæða samræðuhæfni þeirra, skapar beinabera lifsleiknin óvitlundaða, ógagnrýna einstaklinga sem fordómar og hlutdrægni eiga greiða leið að. Svör við 2: Ferns konar viðbrögð blasa við: a) Ekki má, fyrir hið fyrsta, gleyma því að sögulega séð kom beinabera lífsleiknin fram sem mótefni gegn formhyggj- unni er óð uppi á blómaskeiði gildagreiningar og þroskakenninga Kohlbergs. Gangi sumir beinaberu lífsleiknisinnarnir full-langt í hina áttina, eins og segja mætti um W. Bennett og Kilpatrick þegar sá gállinn er á þeim, var slíkt ef til vill nauðsynlegt til að skapa jafnvægi í umræðunni. h) Meiru varðar þó, líkt og Nash kannast við (1997:40), að Aristóteles, sem lætur okkur í té sterkustu og þekktustu rökin fyrir gildi siðferði- legrar „tamningar" á unga aldri, yrði seint talinn hreinræktaður „lífsgildasinni". Á sama tíma og börnin hljóta þjálfun í að hugsa og breyta siðferðilega á, samkvæmt Aristótelesi, að hjálpa þeim að þroska eigin dómgreind: „opna augu nemendanna, svo að þau geti sjeð sjálf", svo að enn sé vitnað í gömlu greinina úr Mentamálum (För- ster 1924:36). Ef allt fer að óskum skiptir tamningin minna og minna máli þegar líð- ur á unglingsárin og við verðum fær um að meta og endurmeta gildi þeirra boða sem við vorum áður mötuð á með morgunlýsinu. c) Fráleitt er að allir talsmenn beinaberrar lífsleikni vanmeti siðferðilega rök- hugsun og samræðulist. Lickona gyllir til að mynda „siðferðilega íhugun" í kafla 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.