Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 58
STARFSÁNÆGJA OG STJÓRNUN í LEIKSKÓLUM
þeirra frá börnunum og þeir lýsa jafnframt óöryggi gagnvart ákveðnum verkefnum.
Hér er ástæða til að minna á að þessir stjórnendur tengdu starfsánægju sína fyrst og
fremst við persónulegan árangur í starfinu með börnunum. Þegar horft er til niður-
staðnanna í heild er hægt að draga þá ályktun að innan leikskólanna ríki ákveðin
stjórnunarleg klemma. Þessi klemma endurspeglar m.a. togstreitu á milli krafna um
lóðrétta, bratta píramítastjórnun og Iárétta, flata samvinnustjórnun.
Eftir að rannsókninni lauk hafa nýir kjarasamningar verið gerðir og í þeim hef-
ur áhersla á vald og ábyrgð deildarstjóra verið styrkt og þar með áherslan á sýnilegri
píramíta. Launabil er nú orðið meira en áður á milli deildarstjóra og leikskólakenn-
ara og heimilt er að aðstoðarleikskólastjóri starfi ekki sem deildarstjóri. Starf hans
ætti því að tengjast meira starfi leikskólastjóra en áður. Þessi staða hefur óhjákvæmi-
lega áhrif á verkaskiptingu innan leikskólanna. Forvitnilegt verður að fylgjast með
þróuninni og hvaða áhrif endurskilgreining stjórnunarhlutverka hefur á starfs-
ánægju starfsfólksins og gæði leikskólastarfs. Ég velti því m.a. fyrir mér hvort lík-
legra sé að umrædd stjórnunarklemma aukist eða minnki við þessar breytingar. Ef
horft er til niðurstaðna þessarar rannsóknar má ætla að leikskólastjórar séu sáttari
við stefnubreytinguna en margir millistjórnendur og undirmenn á deildum.
LOKAORÐ
Þegar ég gerði grein fyrir kveikjunni að rannsókninni í upphafi kom fram að ég efaðist
um að mannauðsstefnan dygði til árangursríkrar stjórnunar við þær aðstæður sem þá
ríktu. Að lokinrd rannsókninni fannst mér ég sjá stjórnun mína í nýju ljósi. Það fyrra
sem ég vil nefna í því samhengi er að ég öðlaðist dýpri skilning á mannauðsstefnunni
og hafði misskilið að nokkru leyti hvað í henni fólst. Áherslurnar felast ekki eingöngu
í því að sitja inni á skrifstofu og velta fyrir sér hvort Gunna eða Sigga er góð í myndlist
eða tónlist og hvernig sú hæfni er best nýtt í þágu starfsins. Mannauður nær yfir þær
hugsjónir, hugmyndir, þekkingu, reynslu, lífsgildi og viðhorf sem hver og einn leggur
til leikskólasamfélagsins við þróun starfsins. Við þá þróun þarf barnið og nám þess að
vera í brennidepli og stjórnandi að hafa í huga þær áherslur sem starfsfólk nefndi að
stuðluðu að starfsánægju sinni. Síðara atriðið sem ég vil nefna er að í viðtölum við við-
mælendur mína fékk ég nýja sýn á þær áherslur sem taldar eru einkenna stjórnun
kvenna og tengsl þeirra við starfsánægju og gæði. Mín stjórnunarsýn tók fremur mið af
áherslu á styrkingu píramítans, líkt og leikskólastjóranna í rannsókninni, og ég hafði
reiknað með að starfsánægja deildarstjóra tæki ekki síður mið af árangri í starfi með
fullorðnum en börnum. Ég velti því fyrir mér hvort mögulegt sé að þróa þær stjórnun-
araðferðir innan leikskóla að deildarstjórar geti jafnhliða verið í nánum tengslum við
börn og samstarfsfólk og uppfyllt allar stjórnunarskyldur sínar samkvæmt starfslýs-
ingu. Þá hef ég m.a. í huga að þeim fannst erfitt að lyfta sér yfir starfsmannahópinn,
taka erfiðar ákvarðanir og segja óþægilega hluti vegna náinna tengsla við samstarfs-
fólkið á deildinni. Þeim fannst þær jafnframt skorta ákveðna hæfni til að takast á við
það sem starfsfólk taldi að stuðlaði að starfsánægju sinni. Ég álít þetta ögrandi verkefni
og tíminn mun leiða í ljós hvemig stjórnun þróast innan leikskólanna, vonandi til auk-
innar starfsánægju og gæða.
56