Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 178

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 178
LEIKSKÓLAKENNARAMENNTUN Kennsluskrá IBÁU í Finnlandi er formleg eins og þær íslensku en er sérstaklega skrifuð til að lýsa leikskólakennaramenntuninni og önnur kennaramenntun er ekki kynnt í henni. Markmiðin og námslýsingarnar eru sett fram með skipulögðum hætti. Hverju námskeiði er lýst ítarlega og hverri námskeiðslýsingu fylgir leslisti en þeir eru ekki í hinum kennsluskránum. Kennsluskrá IBÁU sker sig líka úr vegna þess að þar er lýst námskeiðum þar sem grundvallarhugtök helstu fræðigreinanna eru til umfjöllunar á ensku, sænsku og finnsku en ekkert sambærilegt er í hinum kennslu- skránum. Kennsluskrá DMM og Kennsluskrá Hjorring uppfylla flest þau skilyrði sem talið er að kennsluskrá fyrir leikskólakennaramenntun þurfi að hafa (sjá t.d. Good- son 1997:23). Þar er greint ítarlega frá lögum um menntun leikskólakennara og lýs- ingar á því hvernig menntunin samræmist lögunum. Þótt þessar kennsluskrár séu ólíkar í uppsetningu og áherslum vísa báðar til laga um menntun leikskólakenn- ara og gefa greinarbetri lýsingar en hinar á markmiðum leikskólakennarastarfsins. í þeim er meðal annars að finna lýsingar á meginatriðunum í störfum leikskóla- kennara og lýsingar á þeirri sérfræðiþekkingu sem leikskólakennarar þurfa að búa yfir og þeim atvinnumöguleikum sem bjóðast að námi loknu. í Kennsluskrá Hjorring finnast jákvæðar lýsingar á persónulegum eiginleikum sem eru ríkjandi hjá einstaklingum sem eru líklegir til að hafa áhuga á uppeldi og menntun. Kennsluskrár DMM og Hjorring eru ólíkar í uppsetningu og útliti en virðast kom- ast næst því að lýsa þeim atriðum sem Saracho og Spodek (1993) og Goodson ( I997)5 telja að þurfi að vera til staðar í kennsluskrám fyrir leikskólakennaramennt- un. Skipulag, formgerð, markmið og inntak leikskólakennaramenntunar Markmiðin í kennsluskránum gefa til kynna mikla áherslu á þekkingu. Það getur átt sér ýmsar skýringar, til dæmis þá að þekkingin sé hugsuð sem grundvöllur færni og viðhorfa. Samkvæmt kennsluskránum eru þekking, færni og viðhorf leikskólakenn- ara fengin með námi í fræðigreinum félagsvísindanna, listgreinum og faggreinum og tengingu fræða og starfs á vettvangi. í kennsluskránum er megináherslan lögð á hlutverkið ákvarðanataka. Það bend- ir til að í kennsluskránum sé gert ráð fyrir að ákvarðanataka leikskólakennara byggi á fræðilegri þekkingu, færni og faglegum viðhorfum. Hin fimm hlutverkin koma einnig oft fyrir í kennsluskránum og byggja á sömu atriðum. Af því má draga þá á- lyktun að rannsóknir á hlutverkum leikskólakennara eða einhverjar hugmyndir um þau séu beint eða óbeint hafðar að leiðarljósi þegar menntunin er skipulögð. Ef þetta er raunin er líklegt að leikskólakennarar sem útskrifast frá þátttökuskólunum séu vel færir um að sinna námssviðum leikskólanna, en þau koma meðal annars fram í Að- alnámskrá leikskóla (1999), og gegna þeim hlutverkum sem fram koma í líkani Spodek og Saracho (1990). 5. Til dæmis telja Saracho og Spodek (1993: 88,1-17) rannsóknir sínar gefa til kynna að kennsluskrár fyrir leikskólakennaranema þurfi að innihalda námsskeiðslýsingar og mark- mið í samræmi við hlutverk leikskólakennara og nauðsynlega þekkingu, færni og viðhorf sem þeim fylgja. Goodson (1997:23) segir skóla kynna stefnumörkun sína og menntunina sem þeir bjóða upp á í kennsluskrám sínum. Ef þessi viðmið eru notuð skera kennsluskrár DMM í Noregi og Hjorring í Danmörku sig úr fyrir markvissa framsetningu í lýsingum á menntun leikskólakennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.