Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 178
LEIKSKÓLAKENNARAMENNTUN
Kennsluskrá IBÁU í Finnlandi er formleg eins og þær íslensku en er sérstaklega
skrifuð til að lýsa leikskólakennaramenntuninni og önnur kennaramenntun er ekki
kynnt í henni. Markmiðin og námslýsingarnar eru sett fram með skipulögðum hætti.
Hverju námskeiði er lýst ítarlega og hverri námskeiðslýsingu fylgir leslisti en þeir
eru ekki í hinum kennsluskránum. Kennsluskrá IBÁU sker sig líka úr vegna þess að
þar er lýst námskeiðum þar sem grundvallarhugtök helstu fræðigreinanna eru til
umfjöllunar á ensku, sænsku og finnsku en ekkert sambærilegt er í hinum kennslu-
skránum.
Kennsluskrá DMM og Kennsluskrá Hjorring uppfylla flest þau skilyrði sem
talið er að kennsluskrá fyrir leikskólakennaramenntun þurfi að hafa (sjá t.d. Good-
son 1997:23). Þar er greint ítarlega frá lögum um menntun leikskólakennara og lýs-
ingar á því hvernig menntunin samræmist lögunum. Þótt þessar kennsluskrár séu
ólíkar í uppsetningu og áherslum vísa báðar til laga um menntun leikskólakenn-
ara og gefa greinarbetri lýsingar en hinar á markmiðum leikskólakennarastarfsins.
í þeim er meðal annars að finna lýsingar á meginatriðunum í störfum leikskóla-
kennara og lýsingar á þeirri sérfræðiþekkingu sem leikskólakennarar þurfa að búa
yfir og þeim atvinnumöguleikum sem bjóðast að námi loknu. í Kennsluskrá
Hjorring finnast jákvæðar lýsingar á persónulegum eiginleikum sem eru ríkjandi
hjá einstaklingum sem eru líklegir til að hafa áhuga á uppeldi og menntun.
Kennsluskrár DMM og Hjorring eru ólíkar í uppsetningu og útliti en virðast kom-
ast næst því að lýsa þeim atriðum sem Saracho og Spodek (1993) og Goodson
( I997)5 telja að þurfi að vera til staðar í kennsluskrám fyrir leikskólakennaramennt-
un.
Skipulag, formgerð, markmið og inntak leikskólakennaramenntunar
Markmiðin í kennsluskránum gefa til kynna mikla áherslu á þekkingu. Það getur átt
sér ýmsar skýringar, til dæmis þá að þekkingin sé hugsuð sem grundvöllur færni og
viðhorfa. Samkvæmt kennsluskránum eru þekking, færni og viðhorf leikskólakenn-
ara fengin með námi í fræðigreinum félagsvísindanna, listgreinum og faggreinum
og tengingu fræða og starfs á vettvangi.
í kennsluskránum er megináherslan lögð á hlutverkið ákvarðanataka. Það bend-
ir til að í kennsluskránum sé gert ráð fyrir að ákvarðanataka leikskólakennara byggi
á fræðilegri þekkingu, færni og faglegum viðhorfum. Hin fimm hlutverkin koma
einnig oft fyrir í kennsluskránum og byggja á sömu atriðum. Af því má draga þá á-
lyktun að rannsóknir á hlutverkum leikskólakennara eða einhverjar hugmyndir um
þau séu beint eða óbeint hafðar að leiðarljósi þegar menntunin er skipulögð. Ef þetta
er raunin er líklegt að leikskólakennarar sem útskrifast frá þátttökuskólunum séu vel
færir um að sinna námssviðum leikskólanna, en þau koma meðal annars fram í Að-
alnámskrá leikskóla (1999), og gegna þeim hlutverkum sem fram koma í líkani
Spodek og Saracho (1990).
5. Til dæmis telja Saracho og Spodek (1993: 88,1-17) rannsóknir sínar gefa til kynna að
kennsluskrár fyrir leikskólakennaranema þurfi að innihalda námsskeiðslýsingar og mark-
mið í samræmi við hlutverk leikskólakennara og nauðsynlega þekkingu, færni og viðhorf
sem þeim fylgja. Goodson (1997:23) segir skóla kynna stefnumörkun sína og menntunina
sem þeir bjóða upp á í kennsluskrám sínum. Ef þessi viðmið eru notuð skera
kennsluskrár DMM í Noregi og Hjorring í Danmörku sig úr fyrir markvissa framsetningu
í lýsingum á menntun leikskólakennara.