Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 124
NÁMSÁRANGUR FRAMHALDSSKÓLANEMA í ENSKU
fram í niðurstöðum rannsóknarinnar. Ef mikill munur er milli framhaldsskóla hvað
þetta varðar og lítil tengsl eru milli færni í að tala ensku og árangurs í hlustun,
lesskilningi og ritun kemur hugsanlegur munur milli framhaldsskóla ekki fram í
niðurstöðum rannsóknarinnar.
I báðum gagnasöfnum rannsóknarinnar eru flestir nemendur að ná þeim árangri
í ensku í framhaldsskóla sem samræmdar enskueinkunnir þeirra í 10. bekk gefa til-
efni til. 1 tveimur framhaldsskólum fer nemendum þó meira fram en búast má við
miðað við frammistöðu þeirra í 10. bekk og í öðrum tveimur fer þeim minna fram.
Almennt á þó við að framfarir og frammistaða nemenda í ensku í framhaldsskóla er
í samræmi við enskukunnáttu þeirra við upphaf framhaldsskólanáms. Þessar niður-
stöður eru áminning um hve varasamt er að álykta um afrakstur eða ágæti skóla-
starfs út frá meðaltali frammistöðu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Nemendur
framhaldsskóla með hæsta meðaleinkunn í ensku eru einnig í hópi þeirra hæstu þeg-
ar þeir hefja nám við skólana. Þetta er áberandi á fjórða ári í framhaldsskóla (2.
mynd). Sterk fylgni milli enskueinkunna í 10. bekk og framhaldsskóla endurspeglar
þessa staðreynd. Sá framhaldsskóli sem bætir mestu við árangur nemenda sinna í
ensku, umfram það sem búast má við út frá fyrri kunnáttu þeirra, er ekki á meðal
framhaldsskóla sem ná hæstri meðaleinkunn í ensku. Eigi að síður má líta svo á að í
þessum tiltekna framhaldsskóla sé enskukennsla að skila mestum afrakstri. A sama
hátt er meðaltal þess framhaldsskóla, þar sem nemendur ná lakari árangri en búast
má við út frá árangri þeirra í 10. bekk, ekki á meðal þeirra framhaldsskóla sem ná
lökustum árangri í ensku.
Reiknað var með því að nemendur á málabrautum framhaldsskólanna myndu
standa sig best á samræmda enskuprófinu í framhaldsskóla. Þessi forspá byggðist á
þeirri skoðun að val nemenda á þessum brautum endurspeglaði meiri áhuga þeirra
en annarra á tungumálum, að áhersla á tungumálanám skilaði sér almennt í betri
námsárangri á því sviði og hugsanlega væri námshæfni þessara nemenda meiri á
tungumálasviði en nemenda á öðrum námsbrautum. Þetta gekk ekki eftir. Þeir sem
standa sig best á samræmdu grunnskólaprófi í ensku standa sig einnig best á sam-
ræmdu enskuprófi í framhaldsskóla óháð því á hvaða námsbraut þeir eru í fram-
haldsskóla. Nemendur á eðlisfræði- og stærðfræðibrautum framhaldsskólanna
standa sig best á enskuprófinu þar, bæði á öðru og fjórða ári, en nemendur á mál-
brautum koma þar á eftir. Þessar niðurstöður rannsóknarinnar, eins og aðrar, eru lit-
aðar af þeirri staðreynd að námsstaða við lok grunnskóla (samræmd einkunn í
ensku) og þeir þættir sem hafa áhrif á hana eru ráðandi um námsgengi í framhalds-
skóla. Nemendur sem velja nám á stærðfræði- og eðlisfræðibrautum framhaldsskól-
anna Iiafa hærri meðaleinkunn á samræmdu enskuprófi í 10. bekk en aðrir. Þessu
forskoti halda þeir út framhaldsskólann (3. tafla).
Nærtækasta skýringin á kynjamun í ensku í framhaldsskóla er mismunandi
brotthvarf pilta og stúlkna úr námi að loknum grunnskóla. Hlutfall pilta sem fer ekki
í framhaldsskólanám er hærra en stúlkna. Það hefur áhrif til lækkunar á meðaltal
stúlkna í ensku. Hærra hlutfall pilta en stúlkna féll brott í úrtaki rannsóknarinnar
sem hefur áhrif í sömu átt. Þegar tekið er tillit til þessara þátta er ekki hægt að álykta
út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að staða stúlkna í framhaldsskóla verði óhag-
222