Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 99
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON istar og aðrir frelsunarsinnar boða herför gegn hvers kyns óréttlæti og félagslegri kúgun. Svör við 3: a) Beinabera lífsleiknin er að minnsta kosti ekki einstaklingsmiðuð í einum algengum skilningi þess hugtaks: Hún er mjög andsnúin siðferðilegri sjálf- dæmishyggju. Lickona og félagar hafa megnan ímugust á hvers kyns sjálfhverfu („personalism") og lýsa andúð á hinni „nýju tegund sjálfselsku" sem vex í skjóli auð- hyggju samtímans (1991:9 og áfram). b) Boðberar beinaberu lífsleikninnar eru alls ekki andsnúnir því að í skólum sé lögð rækt við félagslegar dygðir og pólitíska vit- und nemenda. Þeir telja hins vegar að hollastur sé þar hinn heimafengni baggi og að pólitísk menntun eigi að hefjast með „persónulegum athöfnum" (Lickona 1991:320). Hæpið er að varpa slíkri skoðun fyrir róða sem einberu íhaldshjali. Fjöldi heimspek- inga, sem ekki eru klafabundnir neinni tiltekinni stjórnmálastefnu, hefur bent á að félagslegar dygðir á borð við pólitískt réttlæti kvikni smám saman sem alhæfingar út frá persónulegri réttlætiskennd: þeirri tilfinningu að ekki sé komið fram við mann sjálfan eða manns nánustu á verðskuldaðan og sanngjarnan hátt (sjá t.d. Solomon, 1995). Með öðrum orðum eru hinar félagslegu dygðir einatt sporrækar til einstak- lingsdygða sem ljá þeim fyrrnefndu inntak og þrótt. c) Hér má enn fremur slá þá huggunarnótu að bæði Lickona og Kilpatrick telja ekki aðeins að beinaberu persónu- dygðirnar liggi hinum félagslegu til grundvallar og geti leitt af sér félagslega virkni heldur að þær eigi að gera það. Kilpatrick hvetur skóla til að verða „einn aðalaflvaka félagslegra breytinga" (1992:226) og Lickona lýsir með velþóknun fordæmi einstakra skóla sem skapað hafi sér þá hefð að virkja félagslega vitund nemenda og blása þeim í brjóst athafnaanda. Hann tekur meira að segja undir með þýska menntafrömuðin- um Michael Miller sem fullyrðir að „siðfræðikennsla verði að fela í sér stjórnmála- kennslu" (1991:320-321). Skrýtið er að kenna slík sjónarmið við hliðsjónarlausa, í- haldssama einstaklingshyggju. Vel má vera - án þess að mér sé kunnugt um það - að Lickona hafi einhvers staðar lýst stuðningi við „íhaldssamar" stjórnmálaskoðanir, al- veg eins og annar þekktur málsvari beinaberu lífsleikninnar, William Bennett, þótti íhaldssamur á ýmsum sviðum er hann gegndi embætti menntamálaráðherra í stjórn Ronalds Reagan. En að lesa íhaldssama einstaklingshyggju út úr bók Lickonas um lífsleikni í skólum af þeirri sök einni væri ekki annað en ad hominem rök: rök gegn manninum, ekki málstaðnum. d) Að lokum má geta þess að afleiðingar aristótelískr- ar reyndareðlishyggju, sem virðist búa í bakgrunni beinaberu lífsleikninnar, virðast síður en svo íhaldssamar. Slík eðlishyggja krefur ríkisvaldið um að taka eindregna afstöðu til ýmissa málefna í menntun og menningu sem frjálslyndissinnar og íhalds- menn myndu skella skollaeyrum við. Ríkið ætti til dæmis að ýta skipulega og af festu undir menntastefnu sem hjálpar öllum einstaklingum að gera möguleika sína að veruleika og tryggja - meðal annars með nægum fjárframlögum - að inntak stefn- unnar stuðli að farsæld sem flestra (Nussbaum 1990; Kristján Kristjánsson 2000a). Andmæli 4: Beinabera lífsleiknin ber of mikinn keim af heimsósómahyggju, forn- eskjudýrkun og þátíðarþrá. Litið er á samfélög nútímans sem gróðrarstíur spillingar og félagsleg vandamál sem þau eiga við að stríða básúnuð og ýkt. Lausnarinnar á hinni nýtilkomnu „samfélagskreppu" er svo leitað í baðstofurómantík um endur- heimt glataðs sakleysis hinna gömlu, góðu daga (McLaughlin og Halstead 1999:140; 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.