Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 67
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR o.fl.
um undirmanna sinna en einnig voru lagðar fyrir þá sérstakar spurningar til þess að
fá fram viðhorf þeirra og hugmyndir.
NIÐURSTÖÐUR
Umfjöllun um niðurstöður er hér skipt niður í þrjá meginþætti, þ.e. bakgrunnsupp-
lýsingar, þróun starfanna og færniþætti sem reyndi á. í sumum tilvikum er gerður
samanburður á svörum starfsmanna og yfirmanna þeirra. Stundum er vísað til ís-
lensku rannsóknarinnar Færnikröfur starfa sem náði til 100 almennra starfa sem ekki
krefjast sérstakrar menntunar úr skóla, þar af voru 20 könnuð í samanburðarrann-
sókninni. í mörgum tilfellum voru niðurstöður um störfin 20 mjög svipaðar niður-
stöðum úr henni. Það bendir til þess að úrtak 20 starfa gefi nokkuð raunsanna mynd.
1. Bakgrunnur viðmælenda
Kyn, aldur og starfsaldur
Af þeim 1200 almennu starfsmönnum sem rætt var við í löndunum fjórum voru 67%
karlar og 33% konur. Af 400 yfirmönnum voru 79% karlar og 21 % konur. Ein skýr-
ingin á því hve karlar voru í miklum meirihluta í hópi viðmælenda er að mörg þeirra
starfa sem valin voru fyrir rannsóknina eru dæmigerð karlastörf, einkum störf sem
valin voru í framleiðslu og viðskiptum.
Meirihluti viðmælenda í hópi starfsmanna var innan við fertugt. Um 40% starfs-
manna voru á aldrinum 20-30 ára, um 33% á aldrinum 31-40 ára og 16% 41-50 ára.
Um 3% voru yngri en 20 ára og um 8% eldri en 50 ára.
Viðmælendur höfðu talsverða starfsreynslu í viðkomandi starfi eða að meðal-
tali 8,5 ár, þar af höfðu starfsmenn að meðaltali 7,4 ár að baki í starfinu, en yfir-
menn höfðu yfirleitt nokkru lengri starfsreynslu. Um 51% almennra starfsmanna
hófu störf í umræddu starfi á undanförnum fimm árum, um 26% höfðu verið í við-
komandi starfi í 6-10 ár og um 19% höfðu verið í starfinu í 11-20 ár. Um 40% yfir-
manna höfðu fimm ára starfsreynslu eða minna í viðkomandi starfi. Þegar meðal-
starfsaldur starfsmanna í hópi viðmælenda var borinn saman á milli landa kom í
ljós að hann var sambærilegur á íslandi, Ítalíu og í Frakklandi eða 7,4-7,9 ár, en á
Grikklandi var hann nokkru lægri eða 6,5 ár. í íslensku rannsókninni á 100 störf-
um var meðalstarfsaldur viðmælenda í hópi almennra starfsmanna heldur styttri
eða 5,6 ár.
Tafla 2
Starfsaldur starfsmanna í viðkomandi starfi
Fjöldi ára í starfi %
1-5 ár 51
6-10 ár 26
11-20 ár 19
21 ár eða meira 4
Alls 100
65