Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 78

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 78
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN Hugmyndaauðgi og færni í meðferð gagna mikilvæg í viðskiptum í fimmta lagi má benda á að tilgátan um að í öllum störfunum reyndi í einhverjum mæli á færni í tveimur síðari flokkum færniþáttanna sem hér voru til athugunar, þ.e. annars vegar hugmyndaauðgi, frumkvæði og skipulagshæfileika og hins vegar með- ferð gagna og upplýsinga, hlaut ekki stuðning í svörum viðmælenda. Þó var þar munur á eftir starfaflokkum og löndum. Meira virðist reyna á hugmyndaauðgi, frumkvæði, skipulagshæfileika og færni í að leysa vandamál í störfum á sviði viðskipta en í hinum tveimur starfaflokkunum, en erfitt er að skilgreina þessa færniþætti og kanna þá. Almennir starfsmenn í fram- leiðslu- og iðnaðarstörfum virtust hafa einna minnst sjálfstæði í starfi. Kröfur um færni í meðferð gagna og upplýsinga voru fyrst og fremst áberandi í störfum á sviði viðskipta. Um 62% svarenda í þessum störfum sögðust flokka gögn oft eða stundum en aðeins 21% í iðnaði. Um 80% starfsmanna á sviði viðskipta sögð- ust leita að upplýsingum í tölvu í starfi oft eða stundum, en aðeins 45% í þjónustu- störfum og 21% í iðnaði. Minnst virtist reyna á meðferð gagna og upplýsinga í öll- um störfunum á Islandi og í iðnaðarstörfum í öllum löndunum fjórum. Islendingar virtust ánægðastir með færni sína á þessu sviði en nýttu hana engu að síður minnst í starfi. Sérstaða íslands vakti athygli ekki síst vegna þess að íslendingar telja sig tölvuvædda þjóð í samanburði við aðrar þjóðir. Aiídstæðurnar Frakkland - ísland Loks skal bent á ólíka útkomu á mörgum þáttum í Frakklandi annars vegar og á ís- landi hins vegar, eins og rakið hefur verið hér að framan. Viðmælendur í Frakklandi voru almennt betur menntaðir en viðmælendur í hinum löndunum en voru jafn- framt líklegri til að telja að starf sitt væri að verða flóknara og að til þess yrðu gerð- ar meiri kröfur um menntun og færnikunnáttu í náinni framtíð. Meðal viðmælenda á Islandi aftur á móti var hlutfall starfsmanna sem aðeins hafði skyldunám að baki hæst, þeir töldu í minna mæli en hinir að starf þeirra væri að verða flóknara og yfir- menn áttu síður en yfirmenn í hinum löndunum von á því að til þess yrðu gerðar meiri kröfur um menntun og færnikunnáttu í náinni framtíð. Þessar niðurstöður eiga að sjálfsögðu sínar skýringar. I franska menntakerfinu hef- ur lengi verið lögð mikil áhersla á starfsmenntun og mun stærra hlutfall fólks hefur lok- ið þar starfsmiðuðu námi en virðist reyndin í hinum löndunum þremur. Opinberar starfslýsingar eru vel þróaðar í Frakklandi og nýttar við skipulag starfsmenntunar, en það á ekki við um hin löndin þrjú. Þar eru starfslýsingarit með almennum lýsingum að litlu leyti fyrir hendi (sjá Ginesté, bls. 39-51 í Oskarsdottir, Busetta, Ginesté og Papout- sakis, 2000; sjá Gerður G. Óskarsdóttir (ritstj.), 1990,1996,2001). Þessi sterka staða starfs- menntunar í Frakklandi kann að hafa haft áhrif á niðurstöðumar þar og mat franskra viðmælenda á menntun. Um ísland gildir að þar hefur atvinnuleysi verið mjög lítið und- anfama áratugi, og mun minna en í hinum löndunum þremur, og því auðvelt að fá starf. Ef til vill hefur þetta stuðlað að því að lítið er spurt um menntunarbakgrunn þegar ráð- ið er í almenn störf hérlendis (sjá t.d. Gerður G. Óskarsdóttir, 2000). Það getur hafa haft áhrif á áhuga fólks á skólagöngu og viðhorf til þess hvort þörf sé á meiri menntun. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.