Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 50
STARFSÁNÆGJA OG STJÓRNUN í LEIKSKÓLUM Menning stofnana Á áttunda áratugnum var farið að þróa eigindlegar rannsóknaraðferðir innan stjórn- unar þannig að við megindlegar aðferðir bættust m.a. viðtöl og vettvangsrann- sóknir (Owens 1991). Þessar rannsóknir beindust m.a. að skilvirkni í skólastarfi og hvað skilur á milli þeirra skóla sem náðu góðum árangri og hinna þar sem árangur var minni. Kastljósinu var nú ekki lengur beint að því sem stuðlaði að starfsánægju kennara heldur að árangri, frammistöðu, gæðum og kostnaði við skólastarf. Niður- stöður nýrri rannsókna styðja niðurstöður hinna fyrri, þ.e. að skilvirkni skóla teng- ist að meira eða minna leyti þeim viðhorfum og vinnubrögðum sem einkenna menn- ingu þeirra.3 4 Samkvæmt skilgreiningu Schein (1992) er menning mynstur sameiginlegra við- horfa sem liggja djúpt, leita stöðugleika, reglufestu og jafnvægis, eða „lím" stofnun- arinnar. Á breytingatímum, segir Schein, verður stjórnandi að sjá til þess að starf inn- an stofnunar einkennist af stöðugri þekkingarleit. Hann verður að innleiða grund- vallarviðhorf þess eðlis að í jafnvæginu, eða „líminu", felist vilji til stöðugs náms, nýjunga og breytinga. Hlutverk hans er því að innleiða náms- eða lærdómsmenn- ingu. Fram kemur hjá Fullan (1991) að þróunarmöguleikar kennara felist í þátttöku í breytingarferli og fagleg þróun sé í raun það sem hafi í för með sér mestan vöxt og starfsánægju. í kjölfar rannsókna á menningu skóla hafa ýmsir skólamenn sett fram hugmynd- ir um hvernig best sé staðið að því að móta náms- eða lærdómsmenningu. Sergiovanni (1996,1992), sem á árum áður talaði fyrir mannauðsstefnu innan skóla, hefur þróað og sett fram nýja stefnu, hér nefnd skólastjórnunarstefnan (Leadership for The Schoolhouse). Sergiovanni skilgreinir skólann sem „siðferðilegt samfélag" og telur nauðsynlegt að þeir aðilar sem koma að skólasamfélaginu, nemendur, kenn- arar, foreldrar og skólayfirvöld, sameinist um hugsjónir og geri með sér bindandi sáttmála siðferðilegra gilda. I þeim sáttmála skuldbindi allir sig til að koma til móts við þarfir hvers einstaks barns um nám og félagslegan þroska (Sergiovanni 1996). Starfshvatning kennarans er álitin siðferðileg (Etzioni 1988), hann leggur sig fram við vinnu sína í þágu barna og þjóðfélags óháð ytri umbun (Sergiovanni 1991). Starfshvatningin er jafnframt álitin fagleg þar sem ánægjan felst í unnu verki og kennari getur við bestu aðstæður skynjað svonefnt flæði (Csikszentmihalyi 1992).“ Samkvæmt stefnunni er skólinn jafnframt samfélag náms og miðstöð stöðugra rannsókna. Kennarar eru ígrundandi starfsmenn5 sem fylgjast með rannsóknum á starfsvettvanginum og stunda jafnhliða stöðugar rannsóknir og mat á eigin starfi. Með þessum áherslum þróast menning skólans til árangurs en jafnframt verður 3 Sjá einnig rannsóknir gerðar innan fyrirtækja, m.a. Ouchi (1981) þar sem hann setti fram kenningu Z, rannsóknir Peters og Waterman (1982), Deal og Kennedy (1982) og Senge (1990). Meðal fræðimanna sem gert hafa rannsóknir tengdar menningu skóla eru Sara- son (1971), Purkey og Smith (1985) og Fullan (1991). 4 Flæði (flow) er skilgreint sem hin æðsta reynsla, þ.e. „ ... þegar einstaklingur er svo gagntekinn af viðfangsefninu að ekkert annað skiptir máli; sjálf reynslan er svo stórfeng- leg að viðkomandi vill takast á viö viðfangsefniö, aðeins hennar vegna" (Csikszentmi- halyi 1992:4). 5 Byggt á kenningum Schön (1983) um hinn ígrundandi starfsmann (the reflective practit- ioner), m.a. hvernig hann bregst við aðstæðum sem einkennast af sérstæði, óvissu og á- tökum um gildismat. Með ígrundun við athöfn (reflection-in-action) og eftir athöfn (ref- lection-on-action) getur hann tekist á við þögla þekkingu (tacit knowledge) sína og á- kveðið að reyna nýjar leiðir. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.