Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 192

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 192
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA þeirra getið hér.33 Einn af kostum þeirra er hve mjög þær setja skólann og kennslu í kristnum fræðum í brennidepil ásamt tilvistarspurningum barna og unglinga. Árið 1967 fór af stað í Svíþjóð viðamikið rannsóknarverkefni undir heitinu Und- ervisningsmetodikk - Religionskunnskap skammstafað UMRe og náði það yfir um fimm ára tímabil. Markmið rannsóknarinnar var „aö kanna hvernig markmið skól- ans um hlutlæga (objectiv) kennslu í trúarbragðafræðum geti orðið að veruleika á miðstigi grunnskólans með viðunandi hætti frá uppeldisfræðilegum sjónarhóli. Einnig átti að þróa og prófa aðferðir við þessa kennslu".34 Það segir ef til vill sína sögu um umfang rannsóknarverkefnisins að niðurstöður þess voru gefnar út í á 4. tug skýrslna á árunum 1968-1973.35 Niðurstöður UMRe verkefnisins eru yfirgripsmiklar og ekki unnt að fjalla um þær hér. Almennt má þó segja að börnin hafi skilið biblíufrásagnir og trúarleg hug- tök mun fyrr en vænta mátti ef tekið er mið af rannsóknarniðurstöðum Goldmans. Það tengist að vísu því að börnin sem tóku þátt í rannsókninni fengu vandaða kennslu í völdum þáttum kristinna fræða sem lið í verkefninu. Með því átti m.a. að prófa gildi kennsluaðferða sem taldar voru henta aldri barnanna. Skilningur barn- anna á efninu var ekki endilega sá sami og fullorðinna en hann hefur merkingu. Hér greinir ef til vill á milli hvernig hugtakið „skilningur" er skilgreint. Goldman vísar fyrst og fremst til vitsmunalegs og guðfræðilegs skilnings meðan aðstandendur UMRe skilgreina hugtakið víðara. Börnin geta skilið biblíutexta og trúarhugtök, sem þau eiga erfitt með að skilja vitsmunalega, á tilfinningalegan hátt eða með innsæi. Oft geta þau ekki tjáð þennan skilning með orðum. Síðar meir hljóta þau dýpri skiln- ing og geta tjáð hann á óhlutbundinn hátt í ríkari mæli. Mörg grundvallarhugtök kristindómsins, t.d. kærleikur, synd, náð og fyrirgefning skiljast fyrst og fremst til- finningalega, gegnum reynslu og innsæi en síður fyrir tilstilli rökrænnar greiningar og hugsunar. Sama á við um guðshugtakið. Þegar hugsun barna er órökræn og hlut- bundin skiptir hinn tilfinningalegi skilningur meira máli.36 f Þessu sambandi benda aðstandendur UMRe á að í kennslu vinna oft saman vitsmunalegir og tilfinningaleg- ir þættir. Þetta á ekki síst við um kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum. Innlifun og reynsla skipta þar máli þar sem tilfinningaleg reynsla af ýmsu tagi gegn- ir veigamiklu hlutverki í flestum trúarbrögðum. Þeir gagnrýna því það viðhorf, sem kemur sterkt fram hjá Goldman, að vitsmunalegur þroski nemenda eigi að ráða öðru fremur hvaða efni er valið til umfjöllunar í kristnum fræðum og trúarbragðakennslu. Vitsmunaþroskinn getur fyrst og fremst ráðið hvernig efninu er miðlað í námsbók- um og kennslu. Þeir benda á mikilvægi þess að tengja efnið við áhuga og reynslu- heim nemendanna og leitast með því við að gefa þeim innsýn í merkingu hugtak- anna sem efnið felur í sér. I tengslum við þetta var kannaður áhugi nemenda á mið- stigi grunnskólans á kristindóms- og trúarbragðafræðslunni. í því sambandi benda þeir á að niðurstöður rannsókna þeirra sýni að áhugi nemenda á ýmsum „tilvistar- spurningum" sé mikill og þeir telja að hann megi nota sem útgangspunkt í námsefn- isgerð og kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðslu.37 190 33 Hér má einnig nefna finnskar rannsóknir, einkum Kalevis Tamminen, sjá Tamminen, K. 1991. 34 Westling, G. o.fl. 1973, bls. 5. 35 Sjá skrá um þær í Westling, G. o.fl. 1973, bls. 94-96. 36 Sjá nánar Westling, G. o.fl. 1973, bls. 32-82. 37 Hartman, S.G. o.fl. 1973.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.