Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 133

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 133
I N G I RÚNAR EÐVARÐSSON tækni- og vísindaþekkingar í atvinnulífi leiddi sjálfkrafa til þess að ráða þyrfti menntaða starfsmenn til starfa.2 Margvísleg gagnrýni hefur beinst að mannauðskenningunni í gegnum tíðina. Má þar nefna að talsmönnum hennar hafi ekki tekist að benda á hvað það er í mennt- uninni sem sé hagnýtt, heldur er stuðst við fylgnireikninga. Enn fremur hefur verið bent á að aðrir þættir en menntun skýri góða eiginleika menntafólks, svo sem að þeir komi úr efri stéttum samfélagsins, séu fremur þéttbýlis- en dreifbýlisbúar og að próf og menntun sé sía fyrir atvinnurekendur til að velja æskilega eiginleika, t.d. aga, stundvísi og áhuga o.fl. Að lokum er að geta þess að mannauðskenningin getur skýrt að hluta aukna menntaþátttöku á þann hátt að fólk væntir hærri launa. Hins vegar hefur hún reynst ófær um að skýra aðrar hliðar menntunar, svo sem fróðleiksfýsn, löngun til að auka virðingu sína í starfi (stöðuhækkanir) og sókn í áhugaverðara starf. Þá hefur hún reynst illa við túlkun á aðstæðum þar sem símenntunar er kraf- ist í starfi, en það á t.d. við um lækna, háskólakennara, sérfræðinga o.fl. stéttir (Ingi Rúnar Eðvarðsson 1982:23-24, Woodhall, M. 1987:8-12). Með hliðsjón af fyrrgreindri kenningu er mögulegt að setja fram eftirfarandi tilgátu: Tilgáta I: Á landsvæðum par sem fáir einstaklingar hafa hlotið háskólamenntun eru laun lægri en par sem menntun er meiri. Jafnframt eru tækninýjungar færri á slíkum svæðum og nýsköpun takmarkaðri. Þekkingarþurrð Erlendis hefur nokkuð verið ritað um þekkingarþurrð (brain-drain) og flutning þekkingar á milli landa. Mikið var fjallað um þetta mál á fimmta og sjötta tug 20. ald- ar og þá einkum um íbúa þróunarríkja sem flytja til iðnríkja eftir að þeir hafa hlotið hagnýta menntun í heimalandi. Þetta getur leitt til þess að í þróunarríkinu verður skortur á fólki með fullnægjandi menntun til að sinna hinum ýmsu sérfræðistörfum, svo sem tækni-, tölvu- og verkfræðingum og fólki í uppeldis- og kennslugreinum. Á síðari áratugum hefur athyglinni einnig verið beint að brottflutningi vísindamanna og sérfræðinga frá Austur-Evrópu til Vesturlanda og milli einstakra iðnríkja, svo sem frá Bretlandi til Bandaríkjanna og Asíu (Angell 1991:36-37). Einhlít skilgreining á þekkingarþurrð er ekki tiltæk en hugtakið vísar iðulega til flutnings vel menntaðra einstaklinga frá því landi sem þeir hafa hlotið menntun sína til annars lands (Sánchez-Amau og Calvo 1987:62, Gmbel 1987:201, Angell 1991:33). Þetta fyrirbæri mætti einnig nefna hagfræði alþjóðlegs flæðis mannauðs. ítarlegri skilgreining lans O. Angell (1991:33) nær ekki aðeins til flutnings menntaðra einstaklinga milli landa, heldur einnig hugverka, einkaleyfa og annarra andlegra verðmæta (intellectual proper- 2 Öndverð skoðun á tækniþróun í atvinnulífi kemur fram í bók Harry Bravermans (1974) Labor and Monopoly Capital sem markaði upphaf vinnuferliskenningarinnar. Samkvæmt Braverman einkennist vinna á 20. öld af vísindalegri stjórnun sem felur í sér aðgrein- ingu andlegrar og líkamlegrar vinnu með ríkri verkaskiptingu. Það dregur úr mennta- kröfum í atvinnulífi, er aftur leiðir af sér að fjölmennir hópar verkamanna geti keppt um störfin. Slík verkaskipting er ekki aðeins bundin við störf verkafólks, heldur einnig störf stjórnenda, skrifstofufólks og sérfræðinga. Niðurstaða hans er því sú að aukin sjálfvirkni í atvinnulífi muni ekki vera sá hvalreki á fjörur almennra starfsmanna eins og talsmenn mannauðskenningar og tæknihyggjumanna vildu vera láta. Margar rann- sóknir hafa verið gerðar á atvinnulífi í anda Bravermans, m.a. á tölvu- og hugbúnaðar- gerð þar sem meginröksemdir hans voru studdar. Hins vegar hefur margvísleg gagn- rýni beinst að vinnuferliskenningunni. Um almenna umfjöllun um vinnuferliskenning- una sjá t.d. Knights og Willmott (1990).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.