Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 133
I N G I RÚNAR EÐVARÐSSON
tækni- og vísindaþekkingar í atvinnulífi leiddi sjálfkrafa til þess að ráða þyrfti
menntaða starfsmenn til starfa.2
Margvísleg gagnrýni hefur beinst að mannauðskenningunni í gegnum tíðina.
Má þar nefna að talsmönnum hennar hafi ekki tekist að benda á hvað það er í mennt-
uninni sem sé hagnýtt, heldur er stuðst við fylgnireikninga. Enn fremur hefur verið
bent á að aðrir þættir en menntun skýri góða eiginleika menntafólks, svo sem að þeir
komi úr efri stéttum samfélagsins, séu fremur þéttbýlis- en dreifbýlisbúar og að próf
og menntun sé sía fyrir atvinnurekendur til að velja æskilega eiginleika, t.d. aga,
stundvísi og áhuga o.fl. Að lokum er að geta þess að mannauðskenningin getur skýrt
að hluta aukna menntaþátttöku á þann hátt að fólk væntir hærri launa. Hins vegar
hefur hún reynst ófær um að skýra aðrar hliðar menntunar, svo sem fróðleiksfýsn,
löngun til að auka virðingu sína í starfi (stöðuhækkanir) og sókn í áhugaverðara
starf. Þá hefur hún reynst illa við túlkun á aðstæðum þar sem símenntunar er kraf-
ist í starfi, en það á t.d. við um lækna, háskólakennara, sérfræðinga o.fl. stéttir (Ingi
Rúnar Eðvarðsson 1982:23-24, Woodhall, M. 1987:8-12).
Með hliðsjón af fyrrgreindri kenningu er mögulegt að setja fram eftirfarandi tilgátu:
Tilgáta I: Á landsvæðum par sem fáir einstaklingar hafa hlotið háskólamenntun eru
laun lægri en par sem menntun er meiri. Jafnframt eru tækninýjungar færri á
slíkum svæðum og nýsköpun takmarkaðri.
Þekkingarþurrð
Erlendis hefur nokkuð verið ritað um þekkingarþurrð (brain-drain) og flutning
þekkingar á milli landa. Mikið var fjallað um þetta mál á fimmta og sjötta tug 20. ald-
ar og þá einkum um íbúa þróunarríkja sem flytja til iðnríkja eftir að þeir hafa hlotið
hagnýta menntun í heimalandi. Þetta getur leitt til þess að í þróunarríkinu verður
skortur á fólki með fullnægjandi menntun til að sinna hinum ýmsu sérfræðistörfum,
svo sem tækni-, tölvu- og verkfræðingum og fólki í uppeldis- og kennslugreinum. Á
síðari áratugum hefur athyglinni einnig verið beint að brottflutningi vísindamanna
og sérfræðinga frá Austur-Evrópu til Vesturlanda og milli einstakra iðnríkja, svo sem
frá Bretlandi til Bandaríkjanna og Asíu (Angell 1991:36-37).
Einhlít skilgreining á þekkingarþurrð er ekki tiltæk en hugtakið vísar iðulega til
flutnings vel menntaðra einstaklinga frá því landi sem þeir hafa hlotið menntun sína til
annars lands (Sánchez-Amau og Calvo 1987:62, Gmbel 1987:201, Angell 1991:33). Þetta
fyrirbæri mætti einnig nefna hagfræði alþjóðlegs flæðis mannauðs. ítarlegri skilgreining
lans O. Angell (1991:33) nær ekki aðeins til flutnings menntaðra einstaklinga milli landa,
heldur einnig hugverka, einkaleyfa og annarra andlegra verðmæta (intellectual proper-
2 Öndverð skoðun á tækniþróun í atvinnulífi kemur fram í bók Harry Bravermans (1974)
Labor and Monopoly Capital sem markaði upphaf vinnuferliskenningarinnar. Samkvæmt
Braverman einkennist vinna á 20. öld af vísindalegri stjórnun sem felur í sér aðgrein-
ingu andlegrar og líkamlegrar vinnu með ríkri verkaskiptingu. Það dregur úr mennta-
kröfum í atvinnulífi, er aftur leiðir af sér að fjölmennir hópar verkamanna geti keppt
um störfin. Slík verkaskipting er ekki aðeins bundin við störf verkafólks, heldur einnig
störf stjórnenda, skrifstofufólks og sérfræðinga. Niðurstaða hans er því sú að aukin
sjálfvirkni í atvinnulífi muni ekki vera sá hvalreki á fjörur almennra starfsmanna eins
og talsmenn mannauðskenningar og tæknihyggjumanna vildu vera láta. Margar rann-
sóknir hafa verið gerðar á atvinnulífi í anda Bravermans, m.a. á tölvu- og hugbúnaðar-
gerð þar sem meginröksemdir hans voru studdar. Hins vegar hefur margvísleg gagn-
rýni beinst að vinnuferliskenningunni. Um almenna umfjöllun um vinnuferliskenning-
una sjá t.d. Knights og Willmott (1990).