Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 55
ARNA H. JÓNSDÓTTIR
ásamt leikskólastjóra. Þessir aðilar voru yfirleitt ánægðir með áhrif sín á leikskóla-
starfið. Þar sem leikskólastjóri lagði megináherslu á sjálfstæði deilda, vald og ábyrgð
deildarstjóra, fannst undirmönnum á deildum þeir oft faglega einangraðir, skorta
heildarsýn, áhrif og upplýsingar.
Mat og handleiðsla
Starfsfólki fannst auöveldara að gera sér grein fyrir eigin hlutdeild í árangri í starfi
með börnunum, og hvað mætti betur fara, þegar fram fór greining og mat á frammi-
stöðu þess. Þessi áhersla kom ekki síst fram hjá leiðbeinendum. Fram kom óánægja
ef hvorki leikskólastjóri né deildarstjóri sá um að fram færi umræða um frammi-
stöðu og starfsaðferðir. Þegar meginábyrgð á þessum verkefnum var sett á deildir og
deildarstjóra beindist krafan enn sterkar að þeim.
Eins og fram hefur komið lýstu sumir nýútskrifaðir deildarstjórar ákveðnu áfalli
sem þeir gengu í gegnum þegar þeir hófu störf. Enginn í leikskólunum hafði að fyrra
bragði rætt við þá nýútskrifuðu um hvernig þeim gengi, hvorki leikskólastjórar né
aðrir deildarstjórar. Þeim hugkvæmdist ekki að bera sig upp við neinn í vandræðum
sínum fyrr en seint og um síðir. Handleiðsla var því ekki sjálfsögð aðferð við nám og
þróun nýútskrifaðra í stjórnunarhlutverkum. Við kennslu í grunnnámi leikskóla-
kennara í stjórnun hef ég lagt mikla áherslu á við nemendur að þeir fari fram á hand-
leiðslu á fyrsta starfsári sínu, sérstaklega ef þeir fara beint í deildarstjórastarf. Ýmsir
rekstraraðilar hafa boðið námskeið í handleiðslu á síðustu árum og þessi þáttur er
því orðinn sýnilegri í starfinu. Vonandi heyrir sú erfiða reynsla sem nokkrir nýút-
skrifaðir deildarstjórar deildu með mér sögunni til.
Opinská tjáskipti og styðjandi starfsandi
Hægt var að greina ákveðinn þátt sem gekk eins og rauður þráður í gegnum lýsing-
ar starfsfólks á því hvað stuðlaði að eða dró úr starfsánægju. Alls staðar komu tjá-
skipti við sögu svo og hvaða viðhorf eða gildi ríktu í samskiptum manna á meðal við
þróun leikskólastarfsins. Starfsfólkið gerði þær kröfur ómældar til leikskólastjóra að
hann væri „góð fyrirmynd" í samskiptum, sýndi starfsfólki fullan trúnað og mis-
munaði ekki fólki. Anægðast var starfsfólk þegar tjáskipti voru opinská og málefna-
leg og hægt var að útkljá deilumál þannig að sátt náðist um þau.
Erfiðast fannst starfsfólki þegar leikskólastjóri aðgreindi ekki meniT og málefni,
tók gagnrýni illa og átök urðu ómálefnaleg og persónutengd. Við þær aðstæður var
erfitt að ræðast við á grundvelli mikilvægra hugsjóna, takast á um áherslur, ná
saman um stefnu og þróa starfið. Þegar tjáskiptin voru lokuð talaði starfsfólk um að
starfsandinn einkenndist af neikvæðni og baktali og líkaði það illa.
Þátttaka og nálægð leikskólastjóra
Öllu starfsfólki, sama í hvaða stöðu það var, fannst mikils virði þegar leikskólastjór-
inn var faglega nálægur í daglegu starfi og sýnilegur þátttakandi við þróun leik-
skólastarfsins. í leikskóla þar sem leikskólastjórinn lagði áherslu á samvinnu um
leikskólastarfið var hún jafnframt nálæg í daglegu starfi með börnunum. Hún tók
þátt í ákveðnum samverustundum með þeim og leiðbeindi leiðbeinendum inni á
53