Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 34
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
Samantekt og umræða
Hér er ætlunin að draga niðurstöður saman og ræða þær í tengslum við meginspurning-
ar greinarinnar.
Fyrst var spurt hvernig orðræðan um árangur og skilvirkni birtist í frásögnum
kvenstjórnenda. Eins og fram kemur í frásögum viðmælenda birtist hún á öllum skóla-
stigum. Orðræðunni er fagnað af sumum kvennanna en aðrar staðsetja sig gegn henni
og sýna andstöðu á misvirkan hátt. Viðbrögð eru mismunandi innan sama skólastigs:
einn leikskólastjóri vill hugnast markaðsöflunum á „faglegan" hátt á meðan annar tel-
ur að hætta sé á ferðum; sumir skólastjórar taka að sér fjármálin og bókhaldið en aðrir
koma því yfir á aðra og einbeita sér að því að vera faglegir leiðtogar. Aherslan á „-
mýkri" atriði eins og námskrár eða jafnréttismál virðist minni en á skilvirkni eða árang-
ur„ einkum í fjármálum. Þetta virðist ekki valda miklu hugarangri þrátt fyrir skýrar
skyldur skólastjóra til að fylgja eftir námskrám, eins og vel kom fram í frásögn Dóru.
Fjármálin virtust almennt ofar á baugi en aðrir mælikvarðar á árangur eins og sam-
ræmd próf, sem gæti breyst ef um beina tengingu væri að ræða á milli rekstrarfjár og
árangurs eins og sumstaðar tíðkast og vísir er að á framhalds- og háskólastigi með því
að greiða fyrir þreyttar einingar nema. Ein leið stjórnvalda til að ýta undir árangur og
skilvirkni er að byggja upp nýja sjálfsmynd stjórnenda sem er vel aðskilin frá sjálfs-
mynd kennara, eins og skýrt kom fram í frásögn Fríðu. Sumir skólastjórar virðast þó
enn staðsetja sig ýmist sem stjórnendur eða kennara eða aðhyllast sjónarmið sem sam-
ræmast sjónarmiðum kennara. Bæði á grunn- og framhaldsskólastigi mátti finna við-
nám gegn ofuráherslu á skilvirkni, kunnáttu og námsárangur á kostnað áherslna á upp-
eldi, þroska, jafnrétti eða mannrækt.
Það vekur athygli að langminnst viðnám virðist vera gegn orðræðunni um árang-
ur og skilvirkni meðal stjómenda á efri skólastigum, einkum á háskólastigi. Ekki er ólík-
legt að þar komi tvennt til. Annars vegar sú staðreynd að viðkomandi stjómendur vom
ráðnir til að vinna eftir þessum stjómunaráherslum og em því óbundnir af öðmm fag-
legum áherslum, hefðum eða vana. Hins vegar, eins og Kriiger (1999) bendir á, má bú-
ast við að stofnanamenning framhalds- og háskóla samræmist betur orðræðu árangurs-
stjórnunar en menning leik- og gmnnskóla. Þetta endurspeglast m.a. í markmiðsgrein-
um laga um viðkomandi skólastig, þar sem þroska-, jafnréttis- og umönnunarsjónarmið
eiga að vera ráðandi á neðri skólastigum en fagþekking og starfsundirbúningur á þeim
efri. Þó að árangursstjómun hafi mætt andstöðu fagfólks á öllum skólastigum í Bret-
landi, Astralíu og víðar bendir þessi athugun til að hér megi að minnsta kosti búast við
átökum við fagfólk á neðri skólastigum, eins og skýrt kom fram um bæði kennara og
leikskólakennara.
Orðræðan um árangur og skilvirkni er, samkvæmt þeim leikskólakennumm sem
rætt var við, að opna umræðuna um að hægt sé að hækka laun starfsfólks með því að
slaka á kröfum um hlutfall barna og starfsfólks, um menntun starfsfólks, gæði máltíða,
viðhald húsnæðis eða gæði leikfanga. Einnig sjá stjómendur fyrir sér breytingar á hlut-
verki fagfólks, bæði hvort það sé nauðsynlegt og hvert hlutverk þess verði, t.d. í málfars-
legum efnum, sem þó var tengt meira við hnattvæðingu og menningarlegan margbreyti-
leika en áherslu á árangur. Margar þessara breytinga em umdeildar og viðmælendur
32