Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 200
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
Tafla 1: Hvernig er Guð? Skipting notkunar á orðum til að lýsa Guði eftir
flokkum og kyni.
Flokkur Stelpur Strákar Allir
1. Guð sem faðir 22,8% 19,2% 21,1%
og skapari (N=130) (N=102) (N=232)
2. Vald, kraftur, 29,9% 29,9% 29,9%
hátign Guðs (N=170) (N=159) (N=329)
3. Guð er góður, 80,0% 69,3% 74,8%
kærleiksríkur (N=455) (N=368) (N=823)
4. Guð er vondur, 1,2% 1,7% 1,5%
ósanngjarn, reiður (N=7) (N=9) (N=16)
5. Manngerðar, hlutbundnar 13,7% 19,0% 16,3%
lýsingar á Guði (N=78) (N=101) (N=179)
6. Andlegar, óhlutbundnar 25,8% 21,5% 23,7%
lýsingar á Guði (N=147) (N=114) (N=261)
7. Guð er til og 19,3% 16,9% 18,2%
raunverulegur (N=110) (N=90) (N=200)
8. Guð er ekki til, 2,6% 2,8% 2,7%
blekking, ímyndun (N=15) (N=15) (N=30)
nokkra mynd af því hvernig guðsmynd barnanna er. Flokkarnir eru eftirfarandi:
1. Orð sem lýsa Guði sem skapara og föður.
2. Orð sem lýsa valdi, krafti, hátign, heilagleika, mikilfengleik og eilífð
Guðs.
3. Orð sem lýsa Guði á jákvæðan hátt eða jákvæðri mynd af Guði, lýsa
gæsku Guðs, kærleika, miskunnsemi, hjálpsemi, umhyggju, að hann
heyri bænir, lækni o.s.frv.
4. Orð sem lýsa neikvæðum tilfinningum eða mynd af Guði, s.s. að Guð sé
vondur, ósanngjarn, reiður, strangur eða leiðinlegur.
5. Manngerðar eða mjög hlutbundnar lýsingar á Guði, s.s. að hann sé mað-
ur eða manngerðar lýsingar á útliti og klæðnaði.
6. Andlegar eða óhlutbundnar lýsingar á Guði s.s. að hann sé andi, ósýni-
legur, ljós, allt o.fl.
7. Orð sem lýsa því að Guð sé til, að hann sé raunverulegur, mikilvægur og
nálægur.
8. Orð sem lýsa því að Guð sé ekki til, hann sé blekking eða ímyndun og
skipti ekki máli.
198