Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 30
ORÐRÆÐUR U M ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
ur orðræðuna um kyngervi mjög mikilvæga. Hún telur „kvenlægan" stjórnunar-
stíl vera árangursríkastan. Dóra gerir sér vonir um að kvenstjórnendur breyti bæði
skólum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum til hins mýkra, vegna þess að þær
hafi aðrar áherslur og séu að sumu leyti betri sem uppeldisaðilar. Hún finnur mun
á því að starfa með konum og körlum án þess að finnast annað endilega betra en
hitt. Hún telur sig hafa meira frelsi sem kona, geta haldið einhverju fram án þess
að taka sig of alvarlega, á meðan karlarnir séu eilíflega að verja „karlastatusinn."
Hún er sannfærð um að það ríki almennt minna umburðarlyndi fyrir mistökum
kvenna en karla, að þær þurfi almennt að standa sig betur fyrir sömu viðurkenn-
ingu.
Það hefur veríð fundið að mtnum stjómunarstíl. . . að ég viðurkenndi ekki valdið. Ég
sagði bara: Þetta er kvenlegur stíll og ég vil halda honum. Þá var bara svona hlegið, pú
veist... Þannig að ég held það sé kvenlegt, petta samráð, mér finnst ég alltaf verða að
hafa samráð ... ég mótmæli pví ákveðið að þetta sé eitthvert óöryggi með vald ... mér
finnst ég aUtaffá betri lausnir pannig. Ég er kannski með hugmynd að lausn á einhverju,
svo fer ég og tala við pennan hóp, sko, og fæ betri lausnir. Ég trúi pví bara . . . mér
finnst minn stjórnunarstíll einkennast af pví að hafa heildarsýn, yfirsýn . . . heildræn
sjónarmið.
Dóra staðsetur sig skýrt í orðræðunni um kynferði og á ekki í neinum vandræðum
með að samræma það orðræðunni um skilvirkni. Það er engin mótsögn heldur þvert á
móti kostur að hennar mati að vera kona sem stjórnandi.
Frásögn Gunnu hér að framan bendir til að sjónarmið kennara og nemenda hafi for-
gang og á vissan hátt „kvenleg" mýkt og almenn mannræktarsjónarmið. Hinir grunn-
skólakennaramir sem rætt var við, þær Fríða og Edda, finna mikla spennu og átök í
starfi, líklega mest allra viðmælenda. Fríða bendir á að sem kvenskólastjóri í erfiðu hverfi
fái hún fleiri mál inni á sitt borð en hjá karlar í sömu stöðu. Þessi mál taki oft toll og hafi
erfiðar afleiðingar. Það er greinilega erfitt hlutskipti að taka á tilfinningamálum skjól-
stæðinga:
Ég held að líf mitt væri miklu auðveldara efég væri karl... maður veit t.d. um allt sem
gerist íhverfinu ... um alla skilnaði, um alla sjúkdóma ... pau koma oft og spyrja hvort
skólinn geti hjálpað ... Oft er maður búinn að reyna allt og vera ansi mikið inni í til-
teknum fjölskyldumálum áðuren maðurheggurá hnútinn ... Stundum parfað láta Fé-
lagsmálastofnun fylgja málum eftir og pá heyrir maður stundum frá pessum fjölskyld-
um: „Hclvítis kerlingin, hún bara leggur mig og rnína fjölskyldu í einelti, láttu okkur
bara ífriði." Ég held að karlskólastjórar eigi auðveldara með að halda fjarlægð. Erfiðleik-
ar koma stundum upp ef nálægðin verður mikil.
Fríða segir kynferði sitt ekkert vandamál nema síður sé gagnvart nemendum, en
líklega vilji margar mæður frekar hafa karl sem skólastjóra, kannski vegna þess að
þannig var það þegar þær voru í skóla. Að hennar mati skiptir kynferði greinilega
máli fyrir samskipti við aðra skólastjóra og kennara innan skólans:
28