Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 23
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Ég er alltafmeð opið inn til mín og allir koma parna inn og létta á sér um ýmislegt ...
Nú neyðist ég til að breyta pessu ... ekki síst vegna allra pessara nýju vcrkefna sem við
erum að fá ... mérfinnst pað sárt ... pað er markvisst verið að gera okkur fjarlægari
starfi kennarans, ég held að maður verði bara að taka pví.
Annar skólastjóri, Edda, hefur langa reynslu að baki í mörgum skólum. Hún er á-
kveðinn leiðtogi með skýrar hugmyndir um framtíðarbreytingar, en finnst, líkt og Fríðu,
að hún sé að drukkna í álagi, bæði vegna breyttra áherslna við stjómun og þess að oft fái
hún ótrúlega mörg smáatriði inn á borð til sín. Hið síðastnefnda var einnig nefnt af bæði
Gunnu og Fríðu, að líklega fái kvenskólastjórar fleiri smáatriði og persónulegri mál inn
á borð til sín en karlskólastjórar, allt frá týndum handklæðum yfir í beiðni um ráðgjöf í
fjölskyldumálum:
Ég er með offáa millistjómendur og hleyp ofmikið í mál sem ég ætti að geta vísað frá
mér. En pað er erfitt að hafa ákveðin mörk ístarfi sem er sífellt að brexjtast... nú er pað
pessi aukna fjárhagslega ábyrgð ... Eg parfað pora að sleppa málaflokkum til annarra.
Þegar m/ff bókhaldskerfi kom og allir skólastjórar áttu að fara á námskeið til að læra á
forritið ákvað ég að senda (annan starfsmann), ég ætla mér ekki að vera bókari hérna ..
. Ég vil ekki að mín orka, minn styrkur ... fari íannað en að vinna að pvíhlutverki skól-
ans að út komi heilsteypt persóna (nemendur) með jákvæða sjálfsmynd. Ég vil koma ein-
staklingnum á flug á einhvern hátt... pess vegna fer ég ekki ífjármálin, ýti til annarra
pví sem aðrir geta gert jafnvel og ég.
Skólastjórar grunnskólans bregðast greinilega misjafnlega við orðræðunni um
breyttar stjórnunaráherslur. Sumar kvennanna sætta sig við að fjarlægjast uppeld-
isáherslur á meðan aðrar halda fast í þær, enda eru þær yfirleitt taldar einn meg-
instyrkur kvenstjórnenda í skólum (Kruger, 1999, Shakeshaft, 1989) og eitt meg-
ineinkenni faglegrar forystu í fræðunum um leiðtoga í skólastarfi (Börkur Han-
sen, Ólafur H. Jóhannesson og Steinunn H. Lárusdóttir, 1997). Árangur á prófum
virtist ekki eins ofarlega á baugi hjá skólastjórum almennt og fjárhagslega ábyrgð-
in, enda ekki beint samband þar á milli. Birting einkunna skapar þó vissa sam-
keppni.
En hvað með framhaldsskólann? Hvernig birtist stefnan um árangursstjórnun
og aukna skilvirkni í orðræðu stjórnenda á því stigi? Katrín er skólameistari sem
vinnur markvisst að áherslubreytingum sem stjórnandi. Hún virðist sjálf vera ánægð
með áherslurnar á árangur og skilvirkni en segir töluverða andstöðu vera gegn
þeim:
Það setn hefur breytt skólameistarastarfinu töluvert er stefna fjármála-ráðuneytisins að
gera stofttanir sjálfstæðar og pessir skólasatnningar ... cn tregðan er svo mikil íkerfinu
að allar pessar breytingar ganga mjög hægt.
Hjá Hönnu skólameistara birtist skýr löngun eftir öðrum áherslum í viðbót við
eða sem uppbót á núverandi áherslur á námsgreinar, árangur eða skilvirkni:
22