Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 109
ROBERT BERMAN,
EINAR GUÐMUNDSSON
OG RAGNAR F. ÓLAFSSON
NÁMSÁRANGUR í ENSKU EFTIR
FRAMHALDSSKÓLUM OG BAKGRUNNI
NEMENDA
Lagt var fyrir samræmt enskupróf í öllum framhaldsskólum landsins og bakgrunnur nem-
enda athugaður með spurningalista sem peir svöruðu. Athugaðir voru tveir nemendahópar.
Þeir sem höfðu lokið: (1) rúmlega einu ári í framhaldsskóla, n = 1973 (fyrra gagnasafn) og
(2) rúmlega þremur árum, n = 1539 (seinna gagnasafn).
Piltar standa sig betur en stúlkur í ensku í framhaldsskólum í báðum nemendahópunum.
Nemendur á eðlisfræðibrautum framhaldsskóla standa sig best íensku en nemendur á náms-
brautum í íþróttum verst. Framfarir nemenda í ensku íframhaldsskólum eru íflestum skól-
um ísamræmi viðforspá útfrá kunnáttu þeirra íensku við lokgrunnskólans. Mjög háfylgni
er milli frammistöðu á samræmdu prófi í ensku í 10. bekk og frammistöðu á samræmdu
enskuprófi á öðru (r = 0,78) ogfjórða ári (r = 0,78) í framhaldsskóla.
Gerð var aðhvarfsgreining á breytum tengdum bakgrunni nemenda til að skýra námsárang-
ur þeirra íensku. Með þessari aðferð er hægt að glöggva sig á því hvaða þættir hafa mest á-
hrifá námsárangur íensku. 1 greininni er sett fram átta þrepa skýringarlíkan á námsárangri
framhaldsskólanema í ensku. Líkanið skýrir 70,5% af dreifingu í námsárangri í ensku hjá
framhaldsskólanemum sem höfðu stundað nám írúmlega eitt ár og 67,8% hjá þeim sem voru
að Ijúka námi á bóknámsbrautum. Samræmdar enskueinkunnir í 10. bekk skýra stærstan
hluta af dreifingunni á samræmdu enskuprófi í framhaldsskóla eða 58,4% og 57,3% í nem-
endahópunum tveimur.
Framhaldsskólar skýra fremur lítinn hluta af dreifingu í námsárangri nemenda í ensku eða
um 7,1% hjá nemum á öðru ári og 2,2% hjá nemum á fjórða ári. Það skiptir því litlu máli í
hvaða framhaldsskóla enskunámið er stundað. Jafnframt hafði dvöl í enskumælandi landi,
lestur og ritun á ensku utan skóla, jákvæð áhrifá enskukunnáttu nemenda.
Námsárangur í ensku eftir framhaldsskólum og bakgrunni nemenda
Þekking á áhrifum þátta innan og utan skóla á námsárangur nemenda er forsenda
fyrir markvissri skólaþróun. Lítið hefur verið um rannsóknir á þessu sviði á fram-
haldsskólastigi hér á landi. Þess vegna er brýnt að auka hlut þeirra til að skoða hvaða
þættir, innan og utan skóla, hafa áhrif á námsárangur nemenda.
Haustið 1996 var lagt fyrir samræmt enskupróf í öllum framhaldsskólum lands-
ins að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. Jafnframt var safnað upplýsingum um
bakgrunn nemenda sem þreyttu prófið.
Enskuprófið var lagt fyrir þrjá hópa nemenda. Þessir nemendur voru: (1) á öðru
ári (3. önn), (2) að ljúka stúdentsprófi á bóknámsbrautum (fjórða ári eða 7,- 8. önn),
og (3) að ljúka verknámi.1 Einkunn á samræmdu prófi í ensku í 10. bekk grunnskóla
og samræmd einkunn sömu nemenda í ensku, rúmlega einu til þremur árum síðar í
framhaldsskóla, voru tengdar saman ásamt ýmsum breytum í bakgrunni þeirra.
Hagnýtur tilgangur þess að leggja enskuprófið fyrir var að öðlast reynslu af
framkvæmd samræmdra prófa í framhaldsskóla. Fræðilegur tilgangur verksins var
1 í greininni eru niöurstöður fyrir nemendur f verknámi ekki kynntar vegna brottfalls í
þessum hópi. Aðeins 44% af úrtaki þessara nemenda tóku þátt.
107