Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 111
ROBERT BERMAN o.fl. Niðurstöður samanburðarrannsókna benda til þess að bæði unglingar og fullorðnir sýni meiri framfarir í erlendum tungumálum en börn þegar þetta er athugað í til- raunaaðstæðum. Jafnvel þegar kennsluaðferð er börnunum hagstæð er frammistaða þeirra lakari en unglinga og fullorðinna (t.d. Asher og Price 1967). Samræmda enskuprófið var meðal annars lagt fyrir nemendur sem voru á öðru ári (3. önn) og -fjórða ári (7. - 8. önn) framhaldsskóla. Þó aldursbil þátttakenda í þessari rannsókn sé þröngt er ástæða til að skoða hugsanleg áhrif aldurs á frammistöðu nemenda á sama enskuprófinu. Reynsla margra enskukennara er að nemendur sem lesa ensku mikið utan skóla standi sig betur í ensku en þeir sem gera það ekki. Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að frjáls lestur nemenda utan skóla leiði til aukinnar færni í erlendu tungu- máli (Elley 1991, Krashen 1993, Mason og Krashen 1997), og hafi áhrif á færni þeirra í ritun (Tsang 1996). Akveðið var að athuga í þessari rannsókn hvaða áhrif frjáls lest- ur á enskum texta utan skóla hefði á enskukunnáttu íslenskra framhaldsskólanema. Krashen (1982) hefur haldið því fram að notkun erlends tungumáls í umhverfi nemenda hafi mikil áhrif á hversu vel þeir læra það. Fræðilegur rökstuðningur fyrir þessari skoðun hefur að auki komið fram hjá Carla (1996) og Stroller (1988). Rann- sóknir á áhrifum áhorfs á enskt sjónvarpsefni á kunnáttu nemenda í ensku styðja þessa skoðun einnig. Til dæmis kemur fram samband á milli áhorfs spænskra nem- enda á enskt sjónvarpsefni og frammistöðu þeirra í samræmdu enskuprófi þar í landi (Barcells 1997). Algengara er þó að neikvætt samband komi fram milli sjón- varpsáhorfs og námsframmistöðu almennt. Þetta á til dæmis við um samband milli sjónvarpsáhorfs og námsframmistöðu framhaldsskólanema í raungreinum, þar á meðal íslenskra (Mullis, Martin, Beaton, Gonzales, Kelly og Smith 1998) og tengsl sjónvarpsáhorfs við lestur á yngri aldursstigum í mörgum löndum (Elley 1992). Aft- ur á móti er hugsanlegt að annars konar mynstur komi fram þegar tengsl sjónvarps- áhorfs og enskukunnáttu eru athuguð, einkum með tilliti til þess að mikið af því sjónvarpsefni er á ensku. Hugsanlegt er því að jákvætt samband sé milli sjónvarps- áhorfs og enskukunnáttu. Af framangreindum ástæðum var þetta skoðað sérstak- lega í rannsókninni. Enskukennarar hafa lengi talið að notkun enskra dægurlagatexta í enskukennslu hafi jákvæð áhrif á framfarir í ensku. Með hliðsjón af þessu og fyrirferð enskra söng- lagatexta í dægurmenningu ungmenna þótti áhugavert að athuga í rannsókninni hvaða áhrif þekking nemenda á enskum dægurlagatextum hefði á frammistöðu þeirra á enskuprófinu í framhaldsskóla. Niðurstöður rannsókna benda til þess að færni í móðurmáli hafi áhrif á færni í erlendu tungumáli (t.d. Bialystok 1991; Collier 1989, 1992, Garcia 1994, Genesee 1987, 1994). Sú skýring hefur verið sett fram af höfundum þessara rannsókna að þroski hæfnisþátta í móðurmáli, á borð við orðskilning og hugtakaþekkingu, ásamt námsgetu, læsi og námstækni, hafi áhrif á tileinkun og færni í erlendu tungumáli. í þeirri rannsókn sem hér er greint frá er hægt að athuga þetta samband. íslensku- kunnátta framhaldsskólanemanna, eins og hún var metin á samræmdu prófi í ís- lensku í 10. bekk grunnskóla, er tengd frammistöðu þeirra á samræmdu enskuprófi í framhaldsskóla. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.