Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 72
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN
hvort þau gæfu vísbendingu um að meirihluti svarenda (50% eða meira) teldi störf-
in hafa orðið flóknari. Auk svara við beinu spurningunni um þróun starfsins voru
meðal annars skoðuð svör við spurningum um erfið verk í starfi, ný verkefni,
menntunarkröfur við ráðningu og væntingar og óskir um menntun í framtíðinni.
Niðurstaðan úr þessari samantekt benti til að tilgátan um að meirihluti starfa (yfir
50% af 20 störfum) væri að þróast í þá átt að verða flóknari fengi stuðning hvað varð-
aði alla þrjá flokka starfa í Frakklandi og Grikklandi. Hún var einnig studd hvað
varðaði störf í verslun og viðskiptum á Ítalíu. Tilgátan var ekki studd í neinum af
starfaflokkunum þremur á Islandi.
Menntunarstig starfsmanna var hæst í Frakklandi, en engu að síður áttu yfir-
menn þar í meira mæli von á að kröfur um menntun ykjust í framtíðinni en yfirmenn
í hinum löndunum. Sérstaða Islands í hópi þessara fjögurra landa vekur athygli. Þar
töldu fæstir að starf þeirra væri að verða flóknara og væntingar eða óskir yfirmanna
um meiri menntun voru minnstar þrátt fyrir að hlutfall viðmælenda með skyldu-
námið eitt að baki væri þar hæst. Trúlega álykta menn út frá fortíðinni, í Frakklandi
hafa störf á síðustu árum orðið flóknari í meira mæli en t.d. á Islandi og menn gera
ráð fyrir að sú þróun haldi áfram, en á Islandi hefur ekki orðið eins mikil breyting
og því sjá menn síður fyrir sér breytingu á næstunni.
3. Almennir starfsfærniþættir
Annað meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort og hve mikið reyndi
á almenna starfsfærniþætti í þeim störfum sem skoðuð voru og bera niðurstöður
saman á milli landa. Kannað var hvort í störfunum reyndi á (a) grundvallarfærni í
lestri, ritun og reikningi, auk erlendra tungumála; (b) færni í samskiptum og sam-
vinnu; (c) hugmyndaauðgi, frumkvæði og skipulagningu og loks (d) færni í meðferð
gagna og upplýsinga.
a) Grundvallarfærni í lestri, ritun, reikningi og erlendum tungumálum
Að sögn bæði starfsmanna og yfirmanna þeirra þurfti mikill meirihluti starfsmanna
(76%) að lesa í starfi, að minnsta kosti einfaldan texta, svo sem eyðublöð eða einfald-
ar leiðbeiningar. Lestur faglegs efnis var meiri meðal starfsmanna í verslun og við-
skiptum en í hinum tveimur starfaflokkunum. Athyglisvert var að um fjórðungur
starfsmanna taldi sig ekki þurfa að lesa einfaldan texta í starfi og var hlutfallið hæst
á Grikklandi. Hæst var hlutfall þeirra sem lásu flókna texta, svo sem ýtarlegar leið-
beiningar, fræðsluefni og skýrslur, í Frakklandi.
Um 72% starfsmanna þurftu að fylla út eyðublöð í vinnunni en um 45% sögðust
skrifa eigin texta og voru flestir þeirra í verslunar- og þjónustustörfum.
Um 83% starfsmanna þurftu að nota einfaldan reikning í vinnunni og var ekki
munur á milli landa í þeim efnum. Talsvert færri reiknuðu prósentureikning (58%),
flestir í verslunarstörfum, eða flatarmál (25%), flestir í framleiðslu og iðnaði. Starfs-
menn í viðskiptum og þjónustu notuðu meira prósentureikning en aðrir og starfs-
menn í iðnaði flatarmál. I Frakklandi virtust línurit og töflur meira nýttar en í hin-
um löndunum.
Alls sögðust um 58% starfsmanna tala erlent tungumál í vinnunni oft eða stund-
70