Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 117
ROBERT BERMAN o.fl.
NIÐURSTÖÐUR
Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í tveimur meginhlutum. Fyrst er fjallað
um lýsandi niðurstöður úr gagnasöfnunum tveimur en síðar um aðhvarfsgreiningu
á tengslum námsárangurs nemenda í ensku og bakgrunns þeirra.
, I Lýsandi niðurstöður
Kynjamunur
Borin var saman frammistaða pilta og stúlkna á samræmdu enskuprófi í 10. bekk og í
framhaldsskóla á samræmdu enskuprófi í gagnasöfnunum tveimur (2. tafla). Innan
hópanna fjögurra eru piltar með marktækt hærri einkunn en stúlkur (fyrra gagnasafn:
10. bekkur: t (1795) = 5,20, p < 0,001; framhaldsskóli: t (1961) = 7,38, p < 0,001; seinna
gagnasafn: 10. bekkur: t (900) = 5,85, p < 0,001; framhaldsskóli: t (1520) = 6,38, p < 0,001).
Kynjamunur í úrtökum rannsóknarinnar er á annan veg en þekkt er úr niðurstöðum
samræmdra prófa í 10. bekk fyrir árganga í heild. Þar standa stúlkur sig betur en piltar
í ensku (Amalía Björnsdóttir, Ragnar R Ólafsson og Finnbogi Gunnarsson 1998). Ástæð-
ur fyrir þessum mun eru sennilega tvær. I fyrsta lagi eru fleiri drengir en stúlkur sem
hætta námi í framhaldsskóla eða byrja alls ekki eftir 10. bekk grunnskóla eins og þátt-
tökutölur í rannsókninni gefa til kynna. Líklegast er að námsframmistaða þessa hóps sé
slök og rnyndi draga meðaltal pilta niður í framhaldsskóla ef þeir héldu áfram. í öðru
lagi er námsstaða þeirra framhaldsskólanema sem mættu ekki í samræmda enskupróf-
ið í framhaldsskóla slakari í ensku við lok 10. bekkjar en hinna sem þreyttu prófið (M,»«
«r = 5,6 , s/ = 1,8; Mstúikur = 5,3 , sf = 1,8). Mismunandi brotthvarf (byrja ekki framhalds-
skólanám eða hætta þar námi) pilta og stúlkna úr framhaldsskóla og brottfall í úrtökum
rannsóknarinnar (fleiri piltar en stúlkur mættu ekki í prófið) skýrir sennilega að mestu
kynjamun á frammistöðu í ensku sem er til staðar í framhaldsskóla.
Framfarir í ensku eftir rúmlega eitt ár í framhaldsskóla
Frammistaða á samræmdu enskuprófi í 10. bekk og á enskuprófi í framhaldsskóla
var athuguð eftir skólum (fyrra gagnasafn). Sambandið milli meðaleinkunna í skól-
2. tafla. Frammistaða pilta og stúlkna í samræmdum prófum í ensku í
grunn- og framhaldsskóla.
Fyrra gagnasafn 2. ár/3.önn Seinna gagnasafn 4.ár/7.-8.önn
Enska í 10. bekk Enska í framhaldsskóla Enska í 10. bekk Enska í framhaldsskóla
n A4 sf n M sf n A4 s/ ti M sf
Stúlkur 1014 5,8 1,5 1123 4,7 1,9 537 6,1 1,5 898 4,71,9
Piltar 783 6,2 1,6 840 5,3 2,0 365 6,7 1,5 624 5,4 2,0
115