Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 211
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
fluttar. Þegar byrjað var að rita þær 1531 áttu þau hjón þegar fjögur börn og 1535
voru þau orðin sex. Það er augljóst að ummæli Lúthers um börn í ræðunum eru mót-
uð af reynslu þeirra hjóna af barnauppeldi og heimilisrekstri. Og hér er vissulega um
auðugan garð að gresja. Mun hér verða leitast við að draga fram þrjú sjónarmið
Lúthers um börn, (1) börnin sem gjöf Guðs, (2) uppeldi þeirra og (3) börn sem fyrir-
myndir fullorðinna. Leitast verður við að láta siðbótarmanninn sjálfan njóta sín í
þessari umfjöllun.
3. Börnin sem Guðs gjöf
3.1 Börnin eru einstök
Dýrð og viska Guðs endurómar í allri sköpun hjá Lúther. Þannig er eitt epli fyrir
honum slíkt undur að vart er hægt að færa í orð. Margir samfylgdarmenn Lúthers
gerðu þessa lífssýn að sinni og siðbótin olli því að augu manna opnuðust almennt
fyrir dýrð veraldarinnar. Heimurinn varð viðfang rannsókna og undrunar. Tilveran
í „núinu" fékk meira vægi og handantilvera og aðrir andlegir þættir voru ekki leng-
ur notaðir til að draga úr verðleikum þessa heims. Það er því ekki að undra að
kollegi og aðstoðarmaður Lúthers, doktor Jústus Jónas (1493-1555), skyldi festa risa-
stóra grein af kirsuberjatré yfir borðið heima hjá sér. Jónas sat eitt sinn við þessa
grein ásamt Lúther og öðrum gestum. Hann benti á greinina og lofaði Guð fyrir sína
dýrlegu sköpun og sérstaklega þá blessun sem ávöxtur þessarar trjátegundar veitti
mönnum. Þeir sem sátu við borðið tóku undir þetta, en Lúther sagði:
Af hverju leiðir þú ekki hugann að börnum þínum, ávexti líkama þíns? Eru
þau ekki dýrlegri og fegurri sköpun Guðs en ávextir allra trjáa? Þegar við lít-
um þau sjáum við almætti, visku og listfengi Guðs. Hann kallar þau fram úr
engu og gefur þeim líkama innan árs, líf og alla limi. Hann skapar þau svo
falleg og gefur okkur þau og vill næra þau og vernda. En þrátt fyrir þessa
undursamlegu gjöf virðum við þau ekki sem slík, okkur hættir til að verða
smátæk og blind á gjafir Guðs. Er ekki átakanlegt að horfa upp á það þegar
fólk breytist í pirraða nirfla þegar það eignast börn og byrjar að kvarta og
kveina [...] lofar lítið og leyfir þeim [börnunum] fátt. Fólk virðir ekki rétt
barna, þann rétt sem þeim er gefinn áður en þau líta dagsins ljós. Réttur
þeirra stendur óháður því hver þau eru eða hvað úr þeim verður. [...] Því
eins og máltækið segir. Því fleiri börn, því meiri hamingja. O, elsku Guð, er
það ekki mikil blinda, vanþekking og illska að menn sjá hvorki né þekkja
sem skyldi þína bestu gjöf.7 8
Lúther dregur hér fram að barnið hefur gildi í sjálfu sér og það má ekki meta það
eingöngu í ljósi þess hvað úr því verður. En húmanistunum hætti einmitt til að gera
það. Þeir sáu í barninu aðeins vanþroskaða fullorðna manneskju eins og orð Erasm-
us frá Rotterdam vitna um: „[Börn] eru ekkert annað en hráefni og það er þitt hlut-
verk [sem uppalandi] að móta efniviðinn og gefa honum besta form, ef þú lætur það
eiga sig færðu ógnardýr, ef þú ert vandvirkur eignast þú svo að segja Guð." Sam-
kvæmt guðfræðingnum Rainer Lachmann einkennist uppeldisstefna húmanista á
því að í börnum býr möguleikinn að verða manneskja en eiginlegir menn verða þeir
7 WA TR 3, nr. 3613, 458 og WA TR 4, nr. 4593, 393-394. Rétt er að benda á að hjón áttu að
meðaltali 4 til 6 börn á þessum tíma en barnadauði var algengur.
8 Rainer Lachmann „Kind", 160. Tilvitnun í Erasmus er fengin af sömu síðu.
209