Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 88
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM
vegun og rök (138) og að henni sé nauðsynlega ætlað að bregðast við siðrofi og fé-
lagslegri kreppu er sérkenni nútímasamfélög á Vesturlöndum (140). McLaughlin og
Halstead benda hins vegar á tvö önnur einkenni sem ég tel, í sameiningu, nægileg
til að fanga kjarna hinnar beinaberu lífsleikni, og þótt okkur greini á um vægi eða
réttmæti annarra atriða í einkennaskránni þá yrðum við vísast sammála um flokkun
flestra þekktra kenninga um lífsleiknikennslu, það er hvort þær teldust beinaberar
eða ekki.
Ég vil Ieyfa mér að kalla þessi tvö (nægilegu) einkenni beinaberu lífsleikninnar
annars vegar siðferðilega alþjóðahyggju og hins vegar siðferðilega inntakshyggju. Sið-
ferðilega alþjóðahyggjan kveður á um að til séu sammannleg siðferðisgildi, óháð tíma
og stað. Þar sem við erum mannverur sem byggjum sameiginlegan efnisheim þá
hljóta að vera fyrir hendi hjá okkur öllum ákveðnar persónudygðir (athafna og til-
finninga) sem atvik og aðstæður grafa ekki til og alls staðar eru í hávegum hafðar:
dygðir sem velta á eðli okkar sem manna og kostum þess umhverfis sem okkur er
búið. Þótt nokkur munur sé á upptalningu hinna sammannlegu dygða eða mann-
kosta í ólíkum ritum um beinabera lífsleikni þá má finna áreiðanleika, heiðarleika,
sjálfsvirðingu, ábyrgðarkennd, sannsögli, góðvild og samúð í þeim flestum. Kenning
um slíkar siðlegar fastastæður er ekki andstæð hugmyndinni um menningarlegan
breytileika og átök menningarheima. Þvert á móti: Það er einmitt vegna breytileik-
ans í fjölhyggjusamfélögum nútímans sem eðlilegt er að einskorða lífsleiknikennslu
í skólum við hin „siðferðilegu grunngildi" (Bennett 1991:137) er höfða til allra skyn-
samra manna, óháð menningu, stjórnmálaskoðun eða trú. Allar greinar eiga „sínar
flækjur og deilur", sem við áttum okkur smám saman á er við eldumst og
þroskumst, en „allar greinar búa líka að vissum grunnsannindum" (137) og við hljót-
um að hnykkja á þeim fyrst á þroskaskeiðinu. Eða líkt og það var orðað á fyrri vel-
mektardögum lífsleikni í skólum, í greininni gömlu úr Mentamálum: „Eins og í allri
kennslu annari, ber að leggja til grundvallar hið einfalda og alkunna" (Förster
1924:34). Siðferðilega alþjóðahyggjan greinir þannig beinaberu lífsleiknina skýrt frá
siðferðilegri afstæðishyggju er álítur öll siðleg gildi afstæð við hópa: samfélög, menn-
ingarkima eða jafnvel safn einstaklinga úr ýmsum áttum með tiltekinn smekk.
Snúum okkur þá að síðara höfuðeinkenni beinaberu lífsleikninnar: Siðferðilega
inntakshyggjan gengur út frá því að efni/inntak hinna siðlegu sanninda sem nem-
endum eiga að uppljúkast í lífsleiknikennslunni sé mikilvægara en aðferð-
in/kennslufræðin sem notuð er til að koma þeim á framfæri. Þetta þýðir ekki að
kennsluaðferðin sé sjálf undanþegin siðlegu mati. Aðferðir skipta máli en aðeins að
svo miklu leyti sem þær stuðla að mannræktinni sem keppt er að. Fjóstrú á einhverja
eina aðferð er út í hött; sé þörf á mörgum í bland til að gera börnin góð og fróð þá
það. Andstæð kenning hér er siðferðileg formhyggja, ýmist sammannleg eða hóp-
bundin, er álítur aðferðina sem nemendur nota til að komast að siðferðilegum sann-
indum eina af forsendum sanngildis þeirra siðferðilegu staðhæfinga sem þeir munu
láta í ljós þaðan í frá.
Þær lífsleiknihugsjónir sem ekki teljast beinaberar kýs ég í framhaldinu að kalla
holdteknar („expansive"). Orðin „beinaber" og „holdtekin" kunna að þykja nokkuð
ankannaleg í þessu sambandi í íslensku máli, en þau lýsa þó í raun á mjög gagnsæj-
86