Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 90

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 90
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM stefna sem best er þekkt úr nútímanum er því mjög hlaðstiklandi um það hvaða dygðir eigi að kenna f skólum; helst er boðað að kenna eigi nemendum hvernig þeir eigi að velja - auka „næmi" þeirra fyrir vandamálum og svo framvegis (Sigríður Þor- geirsdóttir 1999:80) - án þess að kenna þeim lwað eigi að velja (sjá einnig fræga rit- gerð Gutmann 1994, skrifuð 1982). Þessi áhersla á aðferð minnir meir á formhyggju sjöunda og áttunda áratugar 20. aldar um siðferðiskennslu í skólum, sem síðar verð- ur drepið á, en siðferðilega inntakshyggju. Rökin fyrir þegnskaparmenntun virðast hins vegar ganga mun lengra en slík formhyggja, með því að hvetja til þess að börn- um séu innrætt gildi á borð við „frjálslynda föðurlandsást" (Callan 1997, 8.kafli), er feli í sér margar „þykkar" efnislegar dygðir, og eldmóð til að „verja lýðræðið" (Gut- mann 1987:58) í gegnum þykkt og þunnt. Skýringin á þessum misvísandi skilaboðum ólíkra frjálslyndissinna - og jafnvel sömu frjálslyndissinna á ólíkum tímum, samanber Gutmann - er sú að sumir þeirra hafa ráðist undir áraburð kantískrar lögmálshyggju sem gerir ráð fyrir því að frjáls- lynt siðgæði og stjórnskipulag snúist aðeins um almenn (mann)réttindi og leikregl- ur, ekki lífsgildi eða persónudygðir. Þessi tegund frjálslyndisstefnu er í alfaraleið nú- tímans og oft kennd við John Rawls. Við þekkjum hana til dæmis hér á landi af um- deildri grein Vilhjálms Árnasonar, „Leikreglur og lífsgildi", þar sem hann dregur skörp skil milli þess að móta réttlátar leikreglur, sem geri einstaklingum kleift að áforma líf sitt í samræmi við eigið gildismat, og að boða tiltekin lífsgildi (1997; sjá umfjöllun hjá Kristjáni Kristjánssyni 1999, og gagnrýni í nokkrum öðrum ritgerðum hjá Jóni Á. Kalmanssyni, ritstj., 1999). Með „lífsgildum" virðist Vilhjálmur einungis eiga við persónulegar lífshugsjónir, svo sem að dá óperusöng eða berjast fyrir réttind- um einhverfra, en þá spyr maður hvort ekki hljóti að vera til þriðji gildaflokkurinn sem hvorki sé smættanlegur í leikreglur né Iífsgildi (í þessum skilningi), það er einmitt hinar sammannlegu persónudygðir sem beinabera lífsleiknin hampar. Vil- hjálmur gruggar að vísu lækinn með því að gera ráð fyrir einhverju sem kalla mætti siðferðilegar forsendur leikreglna: að leikreglurnar hvíli á tilteknum mannkostum (1997:203), sem gætu þá hugsanlega verið áreiðanleikinn, heiðarleikinn, sjálfsvirð- ingin, góðvildin, sannsöglin og svo framvegis er beinabera lífsleiknin tilfærir sem siðferðileg grunngildi, en að öðru leyti er skipting hans skýr og mjög í stíl Rawls. En það er til önnur og eldri gerð frjálslyndisstefnu, sem sækir styrk til frumherj- anna í Bretlandi á 18. öld, og svo til Johns Stuarts Mill á þeirri 19., og fremur er dygða- en réttindamiðuð. Það er til slíkrar frjálslyndisstefnu sem boðberar þegn- skaparmenntunar leita er þeir móta holdtekna lífsleiknihugsjón sína. Callan, einn þekktasti þegnskaparsinninn, er mjög vel vitandi um þennan ólíka bakgrunn og Iýs- ir honum, með tilvísun í Rawls, sem muninum á þunnri „pólitískri frjálslyndis- stefnu" í anda Rawls og þykkri „altækri frjálslyndisstefnu" í eigin anda, þó að hann telji að vísu að rök Rawls fyrir þessari skiptingu standist ekki nákvæma skoðun (1997, 2.kafli). Það eykur enn á flækjur og krækjur þegnskaparmenntunar að margir forvígis- menn beinaberu Iífsleikninnar eru sammála því að í skólum á Vesturlöndum sé kenndur „fjöldi Iýðræðisdygða", auk hinna siðferöilega dýpri og sammannlegu dygða (Lickona 1991:45); á sama hátt virðast sumir þegnskaparsinnar ekkert hafa á 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.