Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 37
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR slíkar hliðar við viss tækifæri þegar viðmælandi spurði beint. Ef þetta er rétt getur verið að orðræðan um kyngervi sé ekki eins margbreytileg og virðist við fyrstu sýn. I raun sé ætlast til kynbundnari hegðunar í menningunni almennt en menning viðkomandi stofn- ana heimilar. Því má bæta við að þær Jóna og Katrín myndu líklega síst allra viðmæl- enda kalla sig femínista. Þó að femínismi hafi að líkindum aldrei haft stöðu módemískr- ar meginskýringar, m.a. vegna margbreytilegra sjónarmiða, þá er það sameiginleg af- staða femínista að konur séu undirokaðar af karlveldinu (Francis, 1999). Því má ætla að það að skilgreina sig sem femínista hafi áhrif á mat viðkomandi á mikilvægi orðræðunn- ar um kyngervi og hvemig þær staðsetja sig í henni. Þó að orðræðan um kyngervi og stjómendur hafi hér svipuð einkenni og komið hafa fram í rannsóknum frá sjónarhorni menningarfemínista (Ozga, 1993 o.fl., Guðný Guð- björnsdóttir, 1997) þá er birtingarmátinn blæbrigðaríkari við að beina athyglinni að ein- staklingum á hinum ýmsu skólastigum, m.a. vegna mismunandi stofnanamenningar (Kriiger, 1999). Einnig vegna hins að orðræðan um stjómun hefur marga þræði sem hug- verurnar ýmist taka upp eða láta niður falla. Ekki verður því sagt að staðalmyndir hafi komið fram af kvenstjórnendum með þeirri aðferð sem hér var notuð. Vísir að slíkri mynd birtist þó ef til vill af ungum kven- stjómendum. Þær líkjast karlstjómendum í fasi, viðmóti og klæðaburði, aðallega vegna ósjálfstæðis, reynsluleysis eða skorts á kvenfyrirmyndum. Goffe og Jones (2000) benda á að algeng viðbrögð kvenleiðtoga og kvenstjórnenda við staðalmyndum séu að gera sig sem ósýnilegastar, að klæðast og jafnvel tala sem líkast körlum. Um leið tapi þær sér- stöðu sinni sem leiðtogar. Það að þora að vera öðmvísi eða sérstakur á einhvern hátt er einmitt einkenni góðra leiðtoga samkvæmt athugunum þeirra, ásamt því að vera næm- ir á aðstæður, sýna skilning og samkennd en jafnframt að sýna og viðurkenna afmark- aða mannlega veikleika. Önnur viðbrögð kvenstjórnenda við staðalmyndum séu að mótmæla sem hópur og þriðja leiðin sé að gangast upp í ímyndinni, t.d. að vera „nær- andi og styðjandi" fyrir alla og viðhalda um leið oft heftandi staðalmynd. Ekki er höf- undi kunnugt um að viðmælendur hafi gripið til hópaðgerða, en sumar telja ömggast að velja þá leið að falla sem mest inn í stjómendahópinn á meðan aðrar gangast inn á það að vera nærandi og styðjandi fyrir sem flesta. í þriðja og síðasta lagi var spurt hvemig kvenstjómendur staðsetji sig í áðumefnd- um orðræðum og að hve miklu leyti áherslurnar á skilvirkni og árangur séu samræm- anlegar væntingum til stjórnenda sem kvenna. Ahugavert þótti að skoða hvort núver- andi hlutverk kvenstjórnenda í æ markaðssinnaðra menntakerfi stangaðist á við þá sögulegu staðreynd að konum hefur verið ætluð ábyrgðin á tilfinningalegri hlið uppeld- is og menntunar allt fram til þessa (Blackmore, 1999, Martin, 1985). Höfundur túlkar of- annefndar niðurstöður þannig að á yfirborðinu stangist þessar orðræður á í ýmsum gmndvallaratriðum eins og ýmsir hafa bent á (Blackmore, 1999). Viðbrögð kvenstjórn- enda em breytileg, m.a. vegna mismunandi stofnanamenningar. í meginatriðum mátti sjá fjögur mynstur. í fyrsta lagi þær sem staðsetja sig í orðræð- unni um árangur og skilvirkni sem virkir stjórnendur en telja að orðræðan um kyngervi skipti litlu sem engu máli. í öðm lagi þær sem hafna eða gera lítið úr orðræðunni um ár- angur og skilvirkni og segja umhyggju- og jafnréttismarkmið mikilvægari til að starfa í sátt við starfsfólk og eigin samvisku. í þriðja lagi þær sem reyna að samhæfa árangurs- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.