Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 169
ÞÓRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR
LEIKSKÓLAKENNARAMENNTUN
Hlutverk, markmið, inntak og námsefni í sjö kennaraháskólum
á Norðurlöndum
Rannsóknin sem hér er greint frn er tilraun til nð lýsn skipulngi leikskólnkennnrnmenntun-
ar í sjö kennaraháskólum n Norðurlöndum. Viðfangsefni pessa hluta rannsóknarinnar' var
inntaksgreining á kennsluskrám skólanna skólaárið 1998-1999. Hugtök í kennsluskránum
voru greind og tengd við hlutverk leikskólakennara. Markmiðin í kennsluskránum voru
flokkuð í pekkingarmarkmið, færnimarkmið og viðhorfamarkmið. Athugað var hvernig form-
gerð, skipulag og hmtak menntunarinnar birtist í kennsluskránum. I Ijós kom að í öllum
kennsluskránum er menntuninni skipt upp í prjá flokka: a) Uppeldisgreinar, b) list- og fag-
greinar og c) verknám. Uppeldisgreinarnar samanstanda af fræðigreinum félagsvísinda með
kennslufræði leikskólans í öndvegi. íflokknum list- ogfaggreinar eru tónlist, leiklist og bók-
menntir ásamt náttúrufræði og heilsufræði. Verknámið er skipulagt út frá tengslum fræða
og starfs og fer fram bæði í skólastofnununum og á vettvangi. Alls eru 835 hugtök í öllum
kennsluskránum sem tengjast hlutverkum leikskólakennara. Alls eru 1.568 markmið í
kennsluskránum. Megináhersla er lögð á pekkingarmarkmið en hlutfall peirra er 47%.
Færnimarkmið eru 35% og viðhorfamarkmið 18%. I kennsluskrám allra skólanna má greina
blæbrigðamun sem hugsanlega má rekja til mismunandi menningar landanna sex.
Síðustu tíu ár hafa rannsóknir á kennaramenntun beinst talsvert að menntun leik-
skólakennara líklega vegna þess að sífellt fleiri rannsóknir staðfesta mikilvægi fyrstu
æviáranna í uppeldi og menntun fólks. A islandi hafa ekki farið fram margar rann-
sóknir á þessu sviði og er þessi rannsókn fyrsta samanburðarrannsóknin á menntun
leikskólakennara á Norðurlöndum svo vitað sé.
Arið 1996 heimilaði menntamálaráðherra Háskólanum á Akureyri að hefja leik-
skólakennaramenntun (Háskólinn á Akureyri,1999:15) en með lögum um Kennara-
háskóla Islands nr. 137/1997 má segja að leikskólakennaramenntunin á íslandi hafi
verið flutt formlega af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig. Fyrstu íslensku leik-
skólakennararnir með B.Ed. gráðu útskrifuðust árið 1998 frá Kennaraháskóla ís-
lands.
Við breytingarnar sköpuðust umræður um hvort háskólanám væri nauðsynleg-
ur undirbúningur þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna í leikskólum og hvers
konar þekking, færni og viðhorf væru nauðsynleg fyrir leikskólakennara.
Rannsóknir benda til að menntun leikskólakennara hafi áhrif á gæði leikskóla-
starfs. Niðurstöður Pascal og Bertram (1993:27-37) sýna að áhrif menntunar leik-
skólakennara koma fram þegar mæld er námsframmistaða, félagsleg færni og vellíð-
an leikskólabarna.
I ljósi þess að menntun leikskólakennara hefur áhrif á gæði leikskólastarfs telur
Cornelius (1987:6) mikilvægt að endurskilgreina nauðsynlega þekkingu, færni og
viðhorf leikskólakennara til þess að auðvelda rannsóknir á menntuninni og gildi
hennar. Zeuner (1996:23) telur endurskilgreiningu á menntun leikskólakennara ekki
hvað síst mikilvæga í ljósi þess að síðustu tvo áratugi hefur heimurinn dregist sam-
1 Hér er verið að fjalla um fyrri hluta M.Ed rannsóknar minnar við Kennaraháskóla fs-
lands en seinni hlutinn er rannsókn á viðhorfum kennara í þessum sömu skólum til þátt-
töku sinnar og mikilvægustu atriðanna í menntun leikskólakennara. Grein um þann hluta
rannsóknarinnar hefur nú þegar birst í Glæðum 1. tbl. 11 árg. 2001 bls. 11-19.
167