Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 66
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN
AÐFERÐ
Valin voru 20 störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar úr skóla (e. non-pro-
fessional occupations). Störfin voru valin af 100 starfa lista vegna íslensku rannsókn-
arinnar á þróun og færnikröfum sem nefnd var hér að framan (Gerður G. Óskars-
dóttir og Valdís Eyja Pálsdóttir, 1998). Við valið var miðað við að auðvelt væri að
greina viðkomandi starf frá öðrum störfum, störfin 20 væru ólík og loks að upplýs-
ingar um störfin gætu nýst hagsmunaaðilum. Alls voru valin 5 störf af sviði við-
skipta og verslunar, 5 úr framleiðslu og iðnaði og 10 þjónustustörf.
Tafla 1
Störfin 20 sem könnuð voru í hverju landanna
Verslun og viðskipti Framleiðsla og iðnaður Þjónusta
Sölumaöur á bílasölu Aðstoðarmaður málarameistara Bankagjaldkeri
Sölumaður í tölvuverslun Starfsmaður í múrviðgerðum Fólksflutningabílstjóri
Tryggingasölumaður Starfsmaður við holræsalagnir Starfsmaður á kaffihúsi
Deildarstjóri í verslun Starfsmaður við útlögn á malbiki Starfsmaður á bílaleigu
Afgreiðslumaður í bókabúð Starfsmaður í drykkjarvöruframleiðslu Útvarpsmaður með spjall- og tónlistarþætti Tölvuður (tölvari) Hótelþerna Starfsmaður í gestamóttöku Öryggisvörður Starfsmaður á ferðaskrifstofu
Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á 1600 viðtölum í fjórum löndum, á Is-
landi, Grikklandi, Italíu og í Frakklandi. Rætt var við 15 starfsmenn og 5 yfirmenn
þeirra vegna hvers starfs í hverju landi. Vinnustaðir voru valdir af handahófi en
reynt var að velja starfsmenn af sem flestum vinnustöðum þannig að gott yfirlit
fengist yfir margvísleg störf þeirra. Rannsóknin beindist því að störfunum sem slík-
um, en ekki samanburði hvað varðaði t.d. kyn, aldur eða menntun viðmælenda.
Tæki
Lagður var spurningalisti fyrir viðmælendur þar sem spurt var um ýmsa þætti er
varða þróun starfsins og færni sem á reynir í starfinu, auk bakgrunnsupplýsinga um
viðmælendur. Listinn var þróaður fyrir íslensku rannsóknina Færnikröfur starfa sem
nefnd var hér að framan, en hann byggði að hluta á spurningalista úr fyrri rannsókn
á tengslum menntunar og inntaks starfa þar sem leitast var við að kanna hvort og í
hve miklum mæli reyndi á almenna starfsfærniþætti sem mikilvægir þykja í at-
vinnulífi nútímans (Gerður G. Óskarsdóttir, 1995,2000). Spurningalistinn var þýdd-
ur úr íslensku á fjögur tungumál, ensku, frönsku, grísku og ítölsku.
Framkvæmd
Aflað var leyfis hjá yfirmanni starfsmanns til að leggja spurningalistann fyrir. Hver
viðmælandi var heimsóttur á vinnustað og listinn lagður fyrir munnlega. Yfirmenn
voru spurðir sömu spurninga og starfsmenn og svöruðu þeir með hliðsjón af störf-
64