Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 41
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
enda eins og fram kom í þessari rannsókn heldur einnig meðal þeirra sem móta reglum-
ar við úthlutun fjármagns. Ein af afleiðingum þess að spyrða markaðshugmyndir við-
skiptalífsins um rekstrarfrelsi skóla og samkeppni um árangur saman við hugmyndir
um minnkandi ríkisvald, samræmda námskrá og samræmd próf er að menntastefnan
missir yfirbragð hugsjóna á sama hátt og stjómmálin em að gera. Varað er við að opin-
berum (mennta) stofnunum verði haldið í fjársvelti um leið og einkaskólar eða einka-
stofnanir á öðmm sviðum em gerð að eftirsóknarverðum valkosti. Þá verður marg-
breytileiki menntakerfisins ekkert annað en aðskilnaðarstefna, þeir efnameiri borga
skólagjöld í einkaskólum en aðrir fá lágmarksmenntun. Um leið er lýðræðið orðið að
efnahagslegu en ekki pólitísku hugtaki. Þeir efnameiri hafa val, aðrir ekki (Apple, 1995).
Ari eftir að viðtölin vegna þessarar rannsóknar fóm fram samdi Reykjavíkurborg
við leikskólakennara um breytt hlutfall starfsfólks og barna til að geta hækkað laun. Vel
má vera að það komi ekki niður á gæðum starfsins. Vitneskja um það fæst aðeins með
einhvers konar árangursmælingum eins og á efri skólastigum. Fróðlegt verður að fylgj-
ast með hvers eðlis árangursmælingarnar verða í framtíðinni og með næstu skrefum á
öllum skólastigum. Þau skref eiga eftir að verða bæði þung og umdeild ef marka má þró-
unina í nágrannalöndum okkar. Um leið er hvatt til rannsókna og umræðna á áhrifum
þessarar stefnu. Fylgjast þarf vel með því hvort hún samræmist sjónarmiðum jafnréttis
og umhyggju eða ekki. Kvenstjórnendur geta lagt sitt af mörkum með því að vefa þráð
tilfinninga, jafnréttis, mannræktar og margbreytileika inn í þau viðmið sem notuð verða
um árangur og skilvirkni í öllum menntastofnunum. Að sjálfsögðu geta karlstjórnendur
gert það sama þó að menningarbundnar hugmyndir, hefðin, sagan og fordómar spyrði
sumar áherslur við konur og aðrar við karla. Slíkar hugmyndir þarf að afbyggja og end-
urskilgreina svo og eðlishyggjuhugmyndir um kyngervi, til að konur og karlar geti not-
ið styrkleika sinna sem leiðtogar og stjórnendur á öllum sviðum.
Neðanmál og þakkarorð
Höfundur þakkar viðmælendum sínum fyrir að taka þátt í rannsókninni, fyrir skemmti-
leg og fróðleg samtöl og mjög gott samstarf í alla staði. Þá vill höfundur þakka þeim sem
aðstoðuðu við afritun viðtalanna svo og yfirlesurum Uppeldis og menntunar. Að lokum
vill höfundur þakka Mills College, Women's Leadership Institute, fyrir frábæra aðstöðu
við vinnslu þessarar greinar í rannsóknarleyfi sínu frá Háskóla íslands vorið 2001.
Efni þessarar greinar var kynnt á ráðstefnu AERA (American Educational Research
Association) í Seattle í Bandaríkjunum 12. apríl 2001. Einnig í Háskóla íslands, með er-
indi á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum 30. nóvember 2000. Rannsókn þessi var
styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Islands.
Heimildir
Aðalsteinn Eiríksson (1995). Skólaþróun- skólamenning. Glæður, 2, (5), 71 -82.
Adler, S., Laney, J. og Packer, M. (1993). Managing Women. Buckingham: Open Umversity
Press.
Anyon, J. (1994). The Retreat of Marxism and Socialist Feminism: Postmodern and
39