Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 119
ROBERT BERMAN o.fl.
á samræmdum enskuprófum 10. bekkjar og samræmdrar enskueinkunnar á bók-
námsbrautum framhaldsskóla í seinna gagnasafni er 0,78. Niðurstaða í seinna
gagnasafninu er því samhljóða niðurstöðum úr fyrra gagnasafninu. Sambandið milli
samræmdrar einkunnar í ensku í 10. bekk og samræmdrar einkunnar á fjórða ári (7.
- 8. önn) í framhaldsskóla er jafn sterkt og það er í upphafi annars árs (3. önn).
Frammistaða eftir námsbrautum
Frammistaða í ensku á samræmdum prófum 10. bekkjar og í framhaldsskóla var at-
huguð eftir námsbrautum. Reiknað var meðaltal hverrar námsbrautar í þessum
prófum. í 3. töflu kemur frarn að nemendur á eðlisfræðibraut standa sig best í ensku-
prófinu á öðru ári í framhaldsskóla (fyrra gagnasafn) en nemendur á stærðfræði-
braut á fjórða ári í framhaldsskóla (seinna gagnasafn). Aftur á rnóti standa nernend-
ur á íþróttabraut sig verst í ensku í báðum gagnasöfnum.
3. tafla. Frammistaða nemenda á samræmdum prófum í ensku í grunn-
og framhaldsskóla eftir námsbrautum í framhaldsskóla.
Fyrra gagnasafn 2.ár/3.önn Seinna gagnasafn 4. ár/7.-8. önn
GRUNNSKÓU FRAMHA LDSSKÓLI GRUNNSKÓLl FRAMHALDSSKÓU
10. bekkur 2. dr/3. önn 10. bckkur 4. ár/7.-8. önn
M •f M s/ M s/ M s/
Eðlisfræðibraut 6,57 1,4 6,32 1,6 6,85 1,3 6,14 1,7
Stærðfræðibraut 6,54 1,6 5,61 2,0 6,91 1,3 7,04 1,9
Málabraut 6,42 1,5 5,53 1,8 6,71 1,5 5,64 1,7
Tónlistarbraut 6,25 1,1 5,83 1,0 - - - -
Almenn braut 6,13 1,4 5,15 1,8 - - - -
Handmennt 5,74 1,2 4,52 2,0 - - - -
Ferðabraut 5,72 1,4 5,33 1,5 - - - -
Náttúrufræði 5,57 1,5 4,81 1,7 6,23 1,5 5,05 2,0
Félagsbraut 5,52 1,5 4,46 1,9 5,72 1,4 4,54 1,7
Hagfræðibraut 5,43 1,4 4,57 1,6 6,31 1,6 5,37 1,9
íþróttabraut 5,05 1,3 3,77 1,6 4,82 0,9 3,09 1,3
Aths. Brautir með færri þátttakendum en 11 eru ekki sýndar.
Enskunámskeið utan skóla
Athugað var hve nrargir höfðu sótt enskunámskeið utan skóla hérlendis eða erlend-
is og hve rnargir höfðu dvalið í enskumælandi landi lengur en tvo rnánuði í senn fyr-
ir og eftir samræmt enskupróf 10. bekkjar. í fyrra gagnsafni höfðu tæp 5% sótt nám-
skeið í ensku utan skóla hérlendis, rúmlega 6% höfðu sótt slíkt námskeið erlendis og
um 10% höfðu dvalið í enskumælandi landi lengur en tvo mánuði í senn. í síðara
gagnasafni höfðu um 4% sótt námskeið í ensku utan skóla hérlendis, 9% höfðu sótt
slíkt námskeið erlendis og urn 16% höfðu dvalið í enskumælandi landi lengur en tvo
rnánuði í senn.
117